Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 30. mars 2022 07:01 Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegsmál né orkumál sem flestir eru væntanlega sammála um að skipta okkur Íslendinga mjög miklu máli. Þess í stað fer vægi ríkjanna við ákvarðanir innan sambandsins í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra eins og lesa má um á vefsíðu þess. Með hverjum nýjum sáttmála Evrópusambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf sambandsins, var það gert í um 40 málaflokkum á einu bretti. Þetta hafa ríki Evrópusambandsins ítrekað samþykkt að lokum þrátt fyrir sum þeirra hafi í fyrstu lagzt gegn því. Einkum þau fámennari. Mikill þrýstingur er innan sambandsins á það að áfram verði haldið á þessari braut og einróma samþykki afnumið enn frekar. Stærstu ríkin ráða ferðinni Langflestar ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins eru háðar því að 55% ríkjanna standi að baki þeim með 65% íbúa sambandsins en fjögur stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Spánn, hafa 58% íbúanna á bak við sig. Jafnvel þó öll hin ríkin 23 tækju sig saman þyrfti þau engu að síður í langflestum tilfellum tvö af stærstu ríkjunum fjórum í lið með sér til þess að hægt væri að taka ákvarðanir. Til samanburðar væri Ísland langfámennasta ríkið innan sambandsins með 0,08% íbúafjöldans. Hins vegar skiptir ekki síður máli að einungis þarf fjögur ríki til þess að hindra ákvarðanatöku í ráðherraráðinu svo framarlega að þau hafi yfir 35% íbúafjöldans innan Evrópusambandsins á bak við sig. Með öðrum orðum geta stærstu ríkin fjögur stöðvað hvaða mál sem er í ráðinu fyrir utan þau fáu tilfelli þar sem enn er krafizt einróma samþykkis og þar sem einfaldur meirihluti gildir. Raunar nægir Þýzkalandi og Frakklandi nánast hvaða tvö ríki sem eru þar sem þau vantar einungis um 1,6% til þess að ná yfir 35% íbúafjöldans. Væri ekki fulltrúi Íslands Viðmiðið er að sama skapi fyrst og fremst íbúafjöldi ríkjanna í tilfelli þings Evrópusambandsins. Þannig hefur Þýzkaland 96 þingmenn af um 700 en til samanburðar hefði Ísland sex þingmenn innan þess. Þar er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldlega meirihlutinn. Ljóst er að vægi Íslands yrði dropi í hafið við slíkar aðstæður og margfalt minna en fámennasti þingflokkurinn hefur á Alþingi. Við þetta bætist að þingmennirnir myndu ólíklega eiga samstarf þar sem að þeir myndu dreifast á ólíka þingflokka. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni eins og sumir hafa fullyrt að væri raunin. Hið rétta er að þó ríkin tilnefni einn fulltrúa hvert er tekið skýrt fram í 3. tölulið, 17. greinar Lissabon-sáttmálans (TEU) að þeim sé með öllu óheimilt að fylgja fyrirmælum frá ríkisstjórnum ríkjanna. Með öðrum orðum er deginum ljósara að þó Íslendingur sæti í framkvæmdastjórninni, tilnefndur af hérlendum stjórnvöldum, gæti hann ekki á nokkurn hátt talizt fulltrúi íslenzkra hagsmuna. Sitja ekki við sama borð Fjölmennustu ríki Evrópusambandsins eru þannig bæði í lykil- og yfirburðastöðu þegar kemur að ákvarðanatöku á vettvangi þess. Bæði varðandi það að samþykkja mál og að hindra samþykkt þeirra. Við þetta bætist að fulltrúar stærstu ríkjanna samræma iðulega áherzlur sínar fyrir afgreiðslu mála innan sambandsins. Enginn skortur er á því að fámennari ríki, en þó margfalt fjölmennari en Ísland, hafi orðið undir í ráðherraráðinu og þar með talið í stórum hagsmunamálum fyrir þau. Til að mynda í sjávarútvegsmálum. Tal um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið til þess að eiga sæti við borðið kann að hljóma vel í eyrum einhverra þar til málið er skoðað ofan í kjölinn. Það er ástæða fyrir því að málflutningur Evrópusambandssinna breyttist fyrir um 15-20 árum síðan úr því að Ísland þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa þar áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað væri á þann sem þar sæti. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar