Ríkisskattsbiskup Íslands Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 30. mars 2022 15:01 Ágreiningsmál um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna skulu úrskurðuð af sérstakri óháðri nefnd, yfirskattanefnd. Í nefndinni eiga sæti biskup Íslands eða fulltrúi hans, Ríkisskattstjóri eða fulltrúi hans, einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn fulltrúi kosinn af kirkjuþingi. Biskup Íslands eða fulltrúi hans skal vera formaður yfirskattanefndar. Ef atkvæði falla jöfn í nefndinni ræður atkvæði biskups. - Úr lögum um yfirskattanefnd.¹ „Aðeins tvennt er í lífinu öruggt, annars vegar dauðinn og hins vegar skattarnir.” Svo hljómar orðskviður sem hefur verið eignaður ýmsum karlkyns Könum frá átjándu og nítjándu öld. Það má vel vera sannleikur í þessum orðum, þótt okkur þyki vafalaust ýmislegt fleira eiga heima í þessari upptalningu og heyrum óþægilega oft af þeim sem ná að safna auð án þess að greiða sitt til samfélagsins. En svo sannarlega. Öll þurfum við, eða ættum að þurfa, að greiða skatta og öll deyjum við á endanum. Þetta vita allir allir fullorðnir borgarar í samfélaginu, og dauðinn spyr hvorki um stétt né stöðu, trúarbrögð eða aðrar lífsskoðanir. Enginn fær það umflúið að deyja, sama hversu ríkur, valdamikill eða heittrúaður sá einstaklingur er. Það er því ekki ólíklegt að lesandi hafi rekið upp stór augu við lestur lagaklausunnar efst í þessum pistli, þar sem staðhæft er að biskup sé formaður yfirskattanefndar og að kirkjuþing tilnefni jafnframt fulltrúa í hana. Og þetta er auðvitað bull. Yfirskattanefnd er að sjálfsögðu skipuð fagfólki með sérþekkingu á skattamálum. Orðalagið í lagagreininni hér fyrir ofan er hins vegar tekin nokkuð óbreytt úr lögum um Kirkjugarðaráð. Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu gera nefnilega ráð fyrir því að ráðið sem fer með yfirumsjón með kirkjugörðum landsins sé skipað biskupi Íslands, fulltrúa kjörnum af kirkjuþingi og fulltrúa frá Kirkjugarðasambandi Íslands, sem er skipað af stjórnum kirkjugarða landsins, sem eru nánast að öllu leyti á vegum Þjóðkirkjunnar. Þetta gæti sumum þótt nokkuð eðlilegt við fyrstu sýn. Kirkjugarðar heita jú einmitt það; kirkju-garðar. En öll deyjum við á endanum. Kristið fólk deyr. Hindúar deyja. Múslimar deyja. Húmanistar deyja. Trúleysingjar deyja. Skátar deyja. Skákfólk deyr. Íþróttafólk deyr og parkúriðkendur deyja. Á endanum getur hvorki trúfélagsaðild né nokkur önnur aðild að félagasamtökum stöðvað hið óumflýjanlega. Það skýtur því skökku við að hver einasti grafreitur landsins sé á vegum Þjóðkirkjunnar.² Þó að í lögum sé heimild til að hafa óvígðan reit innan kirkjugarða, þá lúta þeir allir stjórn sóknarinnar eða fulltrúa sem skipaðir eru af sókninni. Þá er rekstur grafreita samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem í sameiningu standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða, þ.m.t. rekstur þeirra , endurbætur og uppbyggingu, tækjabúnað og húsakost, auk þess að leggja til landsvæði, greiða fyrir jarðvegsvinnu, girðingarefni, lagningu vega að kirkjugarði, vatn til vökvunar og fleira. Önnur trú- og lífsskoðunarfélög gætu tæknilega séð opnað sína eigin grafreiti, en þegar eitt trúfélag hefur margvísleg og kerfisbundin fjárhagsleg, félagsleg og lagaleg forréttindi, er ansi flókið fyrir margfalt minni félög að stofna sína eigin reiti. Þá eru fæst önnur lífsskoðunarfélög með sérstakt sóknarkerfi og augljóst að Siðmennt gæti til dæmis varla opnað grafreit á Snæfellsnesi fyrir þá 20 húmanista sem þar búa. *** Þórsteinn Ragnarsson skrifaði þann 28. mars svargrein við skoðanapistli Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, þar sem hann margítrekar að viðhorf Sigríðar séu allt einn stór misskilningur á starfsemi kirkjugarðanna. Þórsteinn ætti að vera vel að sér í málefnum dauðans, en hann er í senn forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, stærstu kirkjugarða landsins, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, einn fimm fulltrúa í Kirkjugarðaráði Íslands, guðfræðingur og fyrrum prestur. Í svargrein sinni staðhæfir Þórsteinn að orð Sigríðar Bylgju um að aðeins sé hægt að fara í gegnum eitt trúfélag við lífslok séu rangfærslur og styður rök sín aðallega með því að benda á að Siðmennt eigi meðal annars fulltrúa í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og að athafnarými í Fossveginum séu öllum opin, óháð trúfélagsaðild. Þetta er rétt hjá Þórsteini. Við í Siðmennt eigum einn fulltrúa í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis. Það eiga Fríkirkjan, Kaþólski söfnuðurinn, og Óháði söfnuðurinn líka. Svo eiga allar sóknir Þjóðkirkjunnar á þessu svæði sinn fulltrúa, svo fulltrúar Þjóðkirkjunnar eru 20, á móti fjórum fulltrúum annarra félaga. Stjórnin fundar 1-2 á ári, en framkvæmdastjórn, sem er algerlega skipuð fulltrúum Þjóðkirkjunnar, fer með nánast allt vald þess á milli. Þá hefjast bæði fundir framkvæmdastjórnar og svo stóru stjórnarinnar, þar sem flestir – en ekki allir – fulltrúarnir eru kristnir, á ritningarlestri og bæn. Þegar fulltrúi Siðmenntar gerði athugasemd við þetta fyrirkomulag var honum bent á að hann gæti bara gengið út af fundinum á meðan lestur og bæn færu fram. Þá er það einnig rétt að húmanistar hafa verið jarðsungnir í rýmum Fossvogskirkjugarðs um árabil og okkar athafnastjórar hafa átt ágætt samstarf við starfsfólk rýmanna. Öllum tillögum um breytingar á húsnæðinu, svo sem með því að gera kristileg tákn færanleg, hefur þó verið tekið fálega. Rýmið fæst lánað, en því fæst ekki breytt. Aðstandendur trúleysingja hafa því bara þurft að gera sér að góðu að horfa á krossa og kristilegar táknmyndir á erfiðum stundum. Það er því kannski líklegt að eigin trúarafstaða Þórsteins Ragnarsonar villi honum sýn, þegar hann margítrekar í grein sinni að athafnarými, bálstofa, grafreitir og önnur þjónusta Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma séu trúarlega hlutlaus. Þessi þjónusta er það ekki, eins og dæmin sanna. Trúarlega hlutlaus stofnun myndi ekki hefja fundina sína á bæn. Trúarlega hlutlaus athafnarými geta aldrei haft óhreyfanlega krossa í öndvegi. Trúarlega hlutlausir grafreitir geta varla heitið Kirkjugarður. Trúarlega hlutlausar stjórnir geta varla verið skipaðar 23 fulltrúum kristilegra félaga og einum húmanista. Það má alveg deila um það hvort að ríki eða sjálfseignarstofnanir eigi að reka bálstofur. Ég held ég hafi ekki beinlínis myndað mér skoðun á því. En ef að ríkið ætlar að gera það, þá þarf framkvæmdin að vera fagleg, aðgengileg og trúarlega hlutlaus. Í ljósi þess að Kirkjugarðaráði Íslands er stýrt af biskupi Íslands og í ljósi þess að kirkjunnar fólk virðist stýra öllum stigum þessarar þjónustu, held ég að það sé nokkuð ljóst að það er ótækt að fela þessum batteríum það að stýra nýrri bálstofu, sem vafalaust verður stærst, ef ekki sú eina, á markaðnum næstu 50 ár. Það væri ekki trúarlega hlutlaus framkvæmd, heldur áframhaldandi kerfisbundin jaðarsetning allra annarra en meðlima Þjóðkirkjunnar. Höfundur er formaður Siðmenntar. ¹) Nei, augljóslega ekki. Yfirskattanefnd er faglega skipuð einstaklingum með próf í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði, eða löggiltum endurskoðendum, sem ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað og eru lögráða, skv. 85. gr. laga um tekjuskatt. Guðfræðingar eru almennt ekki gjaldgengir í yfirskattanefnd, þó Matteusarguðspjall (22.21) hafi ágætis boðskap í skattamálum. ²) Eftir því sem ég kemst næst eru allir almennir grafreitir á vegum sókna Þjóðkirkjunnar. Á þessu gætu verið einstakar undantekningar sem erfitt er að nálgast upplýsingar um, og svo eru heimagrafreitir víðs vegar um land, en próföstum ber að halda skrá yfir þá og senda biskupi þær upplýsingar. Þeir eru því varla trúarlega hlutlausir. Þá hafa lífsskoðunarfélög með fleiri en 1500 meðlimi heimild til að skipa fulltrúa í stjórnir þeirra kirkjugarða sem eru í sameign tveggja eða fleiri sókna. Það hafa þó aðeins örfá félög svo marga meðlimi og fulltrúar þeirra mega síns lítið gegn fulltrúum Þjóðkirkjunnar sem eru mikið fleiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Trúmál Skattar og tollar Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ágreiningsmál um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna skulu úrskurðuð af sérstakri óháðri nefnd, yfirskattanefnd. Í nefndinni eiga sæti biskup Íslands eða fulltrúi hans, Ríkisskattstjóri eða fulltrúi hans, einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn fulltrúi kosinn af kirkjuþingi. Biskup Íslands eða fulltrúi hans skal vera formaður yfirskattanefndar. Ef atkvæði falla jöfn í nefndinni ræður atkvæði biskups. - Úr lögum um yfirskattanefnd.¹ „Aðeins tvennt er í lífinu öruggt, annars vegar dauðinn og hins vegar skattarnir.” Svo hljómar orðskviður sem hefur verið eignaður ýmsum karlkyns Könum frá átjándu og nítjándu öld. Það má vel vera sannleikur í þessum orðum, þótt okkur þyki vafalaust ýmislegt fleira eiga heima í þessari upptalningu og heyrum óþægilega oft af þeim sem ná að safna auð án þess að greiða sitt til samfélagsins. En svo sannarlega. Öll þurfum við, eða ættum að þurfa, að greiða skatta og öll deyjum við á endanum. Þetta vita allir allir fullorðnir borgarar í samfélaginu, og dauðinn spyr hvorki um stétt né stöðu, trúarbrögð eða aðrar lífsskoðanir. Enginn fær það umflúið að deyja, sama hversu ríkur, valdamikill eða heittrúaður sá einstaklingur er. Það er því ekki ólíklegt að lesandi hafi rekið upp stór augu við lestur lagaklausunnar efst í þessum pistli, þar sem staðhæft er að biskup sé formaður yfirskattanefndar og að kirkjuþing tilnefni jafnframt fulltrúa í hana. Og þetta er auðvitað bull. Yfirskattanefnd er að sjálfsögðu skipuð fagfólki með sérþekkingu á skattamálum. Orðalagið í lagagreininni hér fyrir ofan er hins vegar tekin nokkuð óbreytt úr lögum um Kirkjugarðaráð. Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu gera nefnilega ráð fyrir því að ráðið sem fer með yfirumsjón með kirkjugörðum landsins sé skipað biskupi Íslands, fulltrúa kjörnum af kirkjuþingi og fulltrúa frá Kirkjugarðasambandi Íslands, sem er skipað af stjórnum kirkjugarða landsins, sem eru nánast að öllu leyti á vegum Þjóðkirkjunnar. Þetta gæti sumum þótt nokkuð eðlilegt við fyrstu sýn. Kirkjugarðar heita jú einmitt það; kirkju-garðar. En öll deyjum við á endanum. Kristið fólk deyr. Hindúar deyja. Múslimar deyja. Húmanistar deyja. Trúleysingjar deyja. Skátar deyja. Skákfólk deyr. Íþróttafólk deyr og parkúriðkendur deyja. Á endanum getur hvorki trúfélagsaðild né nokkur önnur aðild að félagasamtökum stöðvað hið óumflýjanlega. Það skýtur því skökku við að hver einasti grafreitur landsins sé á vegum Þjóðkirkjunnar.² Þó að í lögum sé heimild til að hafa óvígðan reit innan kirkjugarða, þá lúta þeir allir stjórn sóknarinnar eða fulltrúa sem skipaðir eru af sókninni. Þá er rekstur grafreita samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, sem í sameiningu standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða, þ.m.t. rekstur þeirra , endurbætur og uppbyggingu, tækjabúnað og húsakost, auk þess að leggja til landsvæði, greiða fyrir jarðvegsvinnu, girðingarefni, lagningu vega að kirkjugarði, vatn til vökvunar og fleira. Önnur trú- og lífsskoðunarfélög gætu tæknilega séð opnað sína eigin grafreiti, en þegar eitt trúfélag hefur margvísleg og kerfisbundin fjárhagsleg, félagsleg og lagaleg forréttindi, er ansi flókið fyrir margfalt minni félög að stofna sína eigin reiti. Þá eru fæst önnur lífsskoðunarfélög með sérstakt sóknarkerfi og augljóst að Siðmennt gæti til dæmis varla opnað grafreit á Snæfellsnesi fyrir þá 20 húmanista sem þar búa. *** Þórsteinn Ragnarsson skrifaði þann 28. mars svargrein við skoðanapistli Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur, stofnanda Trés lífsins, þar sem hann margítrekar að viðhorf Sigríðar séu allt einn stór misskilningur á starfsemi kirkjugarðanna. Þórsteinn ætti að vera vel að sér í málefnum dauðans, en hann er í senn forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, stærstu kirkjugarða landsins, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, einn fimm fulltrúa í Kirkjugarðaráði Íslands, guðfræðingur og fyrrum prestur. Í svargrein sinni staðhæfir Þórsteinn að orð Sigríðar Bylgju um að aðeins sé hægt að fara í gegnum eitt trúfélag við lífslok séu rangfærslur og styður rök sín aðallega með því að benda á að Siðmennt eigi meðal annars fulltrúa í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma og að athafnarými í Fossveginum séu öllum opin, óháð trúfélagsaðild. Þetta er rétt hjá Þórsteini. Við í Siðmennt eigum einn fulltrúa í stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis. Það eiga Fríkirkjan, Kaþólski söfnuðurinn, og Óháði söfnuðurinn líka. Svo eiga allar sóknir Þjóðkirkjunnar á þessu svæði sinn fulltrúa, svo fulltrúar Þjóðkirkjunnar eru 20, á móti fjórum fulltrúum annarra félaga. Stjórnin fundar 1-2 á ári, en framkvæmdastjórn, sem er algerlega skipuð fulltrúum Þjóðkirkjunnar, fer með nánast allt vald þess á milli. Þá hefjast bæði fundir framkvæmdastjórnar og svo stóru stjórnarinnar, þar sem flestir – en ekki allir – fulltrúarnir eru kristnir, á ritningarlestri og bæn. Þegar fulltrúi Siðmenntar gerði athugasemd við þetta fyrirkomulag var honum bent á að hann gæti bara gengið út af fundinum á meðan lestur og bæn færu fram. Þá er það einnig rétt að húmanistar hafa verið jarðsungnir í rýmum Fossvogskirkjugarðs um árabil og okkar athafnastjórar hafa átt ágætt samstarf við starfsfólk rýmanna. Öllum tillögum um breytingar á húsnæðinu, svo sem með því að gera kristileg tákn færanleg, hefur þó verið tekið fálega. Rýmið fæst lánað, en því fæst ekki breytt. Aðstandendur trúleysingja hafa því bara þurft að gera sér að góðu að horfa á krossa og kristilegar táknmyndir á erfiðum stundum. Það er því kannski líklegt að eigin trúarafstaða Þórsteins Ragnarsonar villi honum sýn, þegar hann margítrekar í grein sinni að athafnarými, bálstofa, grafreitir og önnur þjónusta Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma séu trúarlega hlutlaus. Þessi þjónusta er það ekki, eins og dæmin sanna. Trúarlega hlutlaus stofnun myndi ekki hefja fundina sína á bæn. Trúarlega hlutlaus athafnarými geta aldrei haft óhreyfanlega krossa í öndvegi. Trúarlega hlutlausir grafreitir geta varla heitið Kirkjugarður. Trúarlega hlutlausar stjórnir geta varla verið skipaðar 23 fulltrúum kristilegra félaga og einum húmanista. Það má alveg deila um það hvort að ríki eða sjálfseignarstofnanir eigi að reka bálstofur. Ég held ég hafi ekki beinlínis myndað mér skoðun á því. En ef að ríkið ætlar að gera það, þá þarf framkvæmdin að vera fagleg, aðgengileg og trúarlega hlutlaus. Í ljósi þess að Kirkjugarðaráði Íslands er stýrt af biskupi Íslands og í ljósi þess að kirkjunnar fólk virðist stýra öllum stigum þessarar þjónustu, held ég að það sé nokkuð ljóst að það er ótækt að fela þessum batteríum það að stýra nýrri bálstofu, sem vafalaust verður stærst, ef ekki sú eina, á markaðnum næstu 50 ár. Það væri ekki trúarlega hlutlaus framkvæmd, heldur áframhaldandi kerfisbundin jaðarsetning allra annarra en meðlima Þjóðkirkjunnar. Höfundur er formaður Siðmenntar. ¹) Nei, augljóslega ekki. Yfirskattanefnd er faglega skipuð einstaklingum með próf í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði, eða löggiltum endurskoðendum, sem ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað og eru lögráða, skv. 85. gr. laga um tekjuskatt. Guðfræðingar eru almennt ekki gjaldgengir í yfirskattanefnd, þó Matteusarguðspjall (22.21) hafi ágætis boðskap í skattamálum. ²) Eftir því sem ég kemst næst eru allir almennir grafreitir á vegum sókna Þjóðkirkjunnar. Á þessu gætu verið einstakar undantekningar sem erfitt er að nálgast upplýsingar um, og svo eru heimagrafreitir víðs vegar um land, en próföstum ber að halda skrá yfir þá og senda biskupi þær upplýsingar. Þeir eru því varla trúarlega hlutlausir. Þá hafa lífsskoðunarfélög með fleiri en 1500 meðlimi heimild til að skipa fulltrúa í stjórnir þeirra kirkjugarða sem eru í sameign tveggja eða fleiri sókna. Það hafa þó aðeins örfá félög svo marga meðlimi og fulltrúar þeirra mega síns lítið gegn fulltrúum Þjóðkirkjunnar sem eru mikið fleiri.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar