Westbrook reifst við blaðamann eftir stórtap Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 16:31 Russell Westbrook var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers í leiknum gegn Dallas Mavericks með 25 stig. getty/Ron Jenkins Los Angeles Lakers steinlá fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt og er ekki lengur í umspilssæti um sæti í úrslitakeppninni. Eftir leikinn reifst Russell Westbrook við blaðamann. Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Sjá meira
Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01