Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. mars 2022 08:00 Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun