Snemmtækur stuðningur í þágu velferðar barna og samfélagslegrar hagsældar Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 31. mars 2022 07:31 Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasti tíminn þegar kemur að þroska og velferð barna er tíminn frá getnaði til tveggja ára aldurs. Með góðum grunni á þessum mikilvæga tíma getum við aukið líkur á farsæld barna inn í framtíðina sem skilar sér einnig í samfélagslegri hagsæld. Foreldrar bera vissulega megin ábyrgðina þegar kemur að uppeldi barna sinna en samkvæmt lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barns er uppeldi ekki einkaverkefni foreldra heldur einnig ábyrgð samfélagsins. Eins og sagt er - það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er ekki bara mikilvægt fyrir velferð einstaklinganna sjálfra að halda vel á spöðunum í þessu samstarfsverkefni heldur líka fyrir samfélagið í heild. Tökum stærri skref í þágu barnafjölskyldna Aðkoma sveitarfélaga er því gríðarlega mikilvæg og því mikilvægt að sterkir innviðir séu til staðar til að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu. Við í Viðreisn í Garðabæ viljum sjá sveitarfélagið koma betur að málefnum barnafjölskyldna og byggja upp styrkari stoðir. Gera betur í þágu einstaklinganna og gera betur í þágu samfélagslegrar hagsældar. Við viljum að snemmtækur stuðningur sé í boði fyrir foreldra barna og unglinga samhliða snemmtækum inngripum og verði hluti af farsældarþjónustu Garðabæjar. Við viljum taka stærri skref og bæta við þá farsældarþjónustu sem öllum sveitarfélögum ber lagaleg skylda að innleiða samkvæmt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Snemmtækur stuðningur Foreldrafræðsla er eitt dæmi um snemmtækan stuðning og hafa rannsóknir sýnt að foreldrar sem fá stuðning í því formi eru almennt öruggari og vissari um eigin getu og hæfileika í uppeldishlutverkinu. Þau jákvæðu áhrif skila sér síðan í uppeldið og þaðan til barnanna í formi aukins málskilnings, betri samskiptahæfni, aukins félagsþroska og sjálfsöryggi. Snemmtækur stuðningur við fjölskyldur ungra barna kostar mun minna en samfélagslegur kostnað ef ekkert er gert — niðurstaðan er sparnaður fyrir samfélagið. Fyrir hverja krónu sem fjárfest er í þessum málaflokk má spara 30 krónur samkvæmt skýrslu London School of Economics. Þannig höfum við sem samfélag verulegra hagsmuna að gæta þegar kemur að uppvexti og velferð barna okkar. Hefjumst handa strax Það er ekkert launungarmál að íbúum Garðabæjar fjölga hratt og þar með talið börnum á leik- og grunnskólaaldri. Samkvæmt úttekt sem VSÓ Ráðgjöf gerði fyrir Garðabæ um stöðu og þörf í leik- og grunnskólamálum til ársins 2040 er gert ráð fyrir 5.010 börnum á leik- og grunnskólaaldri árið 2040. Þetta er fjölgun um 1.129 börn frá árinu 2020 og því enn mikilvægara að hafa hraðar hendur til að vera tilbúin að mæta betur þörfum allra barna og foreldrum/forráðafólki þeirra. Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar