Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 11:31 Tinna Hrafnsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu hér á Vísi. Þættirnir birtast vikulega á Lífinu á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Vísir/Vilhelm „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Hún frumsýnir í þessari viku hér á landi sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd eftir að hafa unnið að verkefninu í mörg ár. Skjálfti er byggð á verðlaunaskáldsögu eftir Auði Jónsdóttur. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um gerð kvikmyndar upp úr bókinni sumarið 2016 en í viðtalinu segir Tinna að höfundurinn hafi ekki strax verið sannfærð um að leyfa henni að gera bókina að kvikmynd. „Þegar ég las bókina Stóri Skjálfti eftir Auði Jónsdóttur þá heltók hún mig. Mér fannst þessi saga algjörlega mögnuð. Ég veit ekki hvað gerðist, en ég bara varð að gera kvikmynd upp úr þessari bók,“ útskýrir Tinna í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Af því að þetta var nú mín fyrsta kvikmynd og ég hafði nú kannski ekki þá reynslu sem margir hafa þá var hún ekki alveg viss.“ Horfist í augu við fortíðina Tinna segir að hún hafi svo fengið símtal frá Auði þar sem hún sagðist ætla að treysta henni fyrir verkefninu. Tinna er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. „Það var algjörlega magnað að fá heimild til að kvikmynda þessa bók því ég tengdi líka svo sjálf við efni bókarinnar. Tengdi svo við söguna sjálfa persónulega. Þarna er manneskja sem fer í gegnum ákveðna sjálfsskoðun. Aðstæður í hennar lífi verða til þess að hún þarf að horfast í augu við hluti úr sinni fortíð sem eru erfiðir. “ Henni fannst hún því hafa reynsluna og þekkinguna vegna eigin æsku til að koma sögunni á hvíta tjaldið. Aðalpersóna sögunnar uppgötvar að áföll úr æsku eru að hafa áhrif á líf hennar í dag, en fjölskyldan neitar alfarið að ræða málið og vilja þau láta eins og ekkert hafi gerst. „Saga er að kljást við fyrirbærið þöggun.“ segir Tinna. Viðbrögðin við myndinni hafa verið mjög sterk og er ljóst að margir tengja við það sem aðalpersónan Saga, leikin af Anítu Briem, er að fara í gegnum. Viðtalið við Tinnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Tinna meðal annars um ferilinn, ófrjósemina, að vinna með eiginmanninum, sjálfsöryggi, þöggun og mikilvægi þess að vinna úr því sem maður upplifir í æsku. Klippa: Einkalífið - Tinna Hrafnsdóttir
Einkalífið Bíó og sjónvarp Menning Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58 Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30
Kvikmyndin Skjálfti valin til sýningar á TIFF Tilkynnt hefur verið hvaða myndir verða sýndar á Toronto International Film Festival í ár og mun Ísland eiga sinn fulltrúa á hátíðinni. Mynd Tinnu Hrafnsdóttur, Skjálfti, tekur þátt í TIFF Industry Selects hluta hátíðarinnar í ár. 25. ágúst 2021 09:58
Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson. 24. júní 2021 16:01
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp