Hægt að styðja strákana okkar á stórmót í fyrsta sinn í þrjú ár Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2022 11:31 Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning í Búdapest þar sem liðið endaði í 6. sæti á EM. Getty/Sanjin Strukic Íslenskir aðdáendur karlalandsliðsins í handbolta fá afar langþráð tækifæri í apríl til að berja strákana okkar augum þegar þeir mæta Austurríki í leik upp á líf og dauða, eða réttara sagt sæti á HM í janúar. Miðasala á leikinn hefst klukkan 12 á tix.is en um er að ræða fyrsta karlalandsleik í handbolta í þrjú ár þar sem áhorfendur eru leyfðir. Síðast lék Ísland fyrir framan áhorfendur á heimavelli gegn Tyrklandi 16. júní 2019, í undankeppni EM. Síðan þá hefur kórónuveirufaraldurinn valdið vandræðum. Hætt var við umspilsleiki vegna síðasta heimsmeistaramóts, sem fara áttu fram árið 2020, vegna faraldursins og fór Ísland þá sjálfkrafa beint á HM í Egyptalandi án þess að spila heimaleik. Í undankeppni síðasta Evrópumóts lék Ísland svo þrjá heimaleiki, gegn Litáen, Portúgal og Ísrael, og voru áhorfendur bannaðir á öllum leikjunum vegna faraldursins. Íslenska liðið hefur komið saman til æfinga hér á landi í landsliðsgluggum en ekki spilað vináttulandsleiki hér á landi síðan gegn Barein um jólin í lok árs 2018. Ísland og Austurríki spila tvo leiki í umspilinu um sæti á HM. Fyrri leikur liðanna verður spilaður í Bregenz í Austurríki miðvikudaginn 13. apríl, klukkan 16 að íslenskum tíma. Heimaleikur Íslands verður á Ásvöllum laugardaginn 16. apríl, einnig klukkan 16. HM á næsta ári fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana 11.-29. janúar. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Miðasala á leikinn hefst klukkan 12 á tix.is en um er að ræða fyrsta karlalandsleik í handbolta í þrjú ár þar sem áhorfendur eru leyfðir. Síðast lék Ísland fyrir framan áhorfendur á heimavelli gegn Tyrklandi 16. júní 2019, í undankeppni EM. Síðan þá hefur kórónuveirufaraldurinn valdið vandræðum. Hætt var við umspilsleiki vegna síðasta heimsmeistaramóts, sem fara áttu fram árið 2020, vegna faraldursins og fór Ísland þá sjálfkrafa beint á HM í Egyptalandi án þess að spila heimaleik. Í undankeppni síðasta Evrópumóts lék Ísland svo þrjá heimaleiki, gegn Litáen, Portúgal og Ísrael, og voru áhorfendur bannaðir á öllum leikjunum vegna faraldursins. Íslenska liðið hefur komið saman til æfinga hér á landi í landsliðsgluggum en ekki spilað vináttulandsleiki hér á landi síðan gegn Barein um jólin í lok árs 2018. Ísland og Austurríki spila tvo leiki í umspilinu um sæti á HM. Fyrri leikur liðanna verður spilaður í Bregenz í Austurríki miðvikudaginn 13. apríl, klukkan 16 að íslenskum tíma. Heimaleikur Íslands verður á Ásvöllum laugardaginn 16. apríl, einnig klukkan 16. HM á næsta ári fer fram í Póllandi og Svíþjóð dagana 11.-29. janúar.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira