Hornafjörður ekki bótaskyldur vegna meints tjóns upp á hundruð milljóna Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 21:56 Deilurnar snerust um ferðaþjónustu á og við Jökulsárlón. Þessi bátur er gerður út af samkeppnisaðila Ice Lagoon sem neitaði að veita samþykki sitt fyrir stöðuleyfi fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Landsréttur vísaði hluta krafna Ice Lagoon ehf. á hendur Hornafirði frá dómi í dag og sýknaði bæjarfélagið af öðrum kröfum. Félagið taldi Hornafjörð hafa valdið sér tjóni upp á hundruði milljóna króna með ólögmætum stjórnvaldsákvörðunum. Héraðsdómur Austurlands dæmdi Ice Lagoon í vil árið 2020 og viðurkenndi skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 og 2015 um að veita félaginu ekki stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns. Hjólhýsi átti að nota undir ferðaþjónustustarfsemi. Kröfu vegna ákvarðanar frá 2010 var hins vegar vísað frá dómi enda var hún fyrnt þegar málið var höfðað árið 2018. Slíkar kröfur fyrnast á fjórum árum og hafði Ice Lagoon ekkert gert til að slíta fyrningarfrestinum. Vísað frá vegna fyrningar og vanreifunar Landsréttur vísaði kröfunni vegna ákvörðunar frá 2010 einnig frá vegna fyrningar en gekk skrefi lengra og vísaði kröfum vegna meintra ólögmætra aðgerða frá 2014 og 2015 sökum frá vanreifunar. Í dómkröfum Ice Lagoon var téðum meintum ólögmætum aðgerðum Hornafjarðar ekki lýst nánar og voru því ekki dómtækar. Eftir stóð þó að ákvarða hvort Hornafjörður hafi tekið ólögmæta ákvörðun með því að binda leyfisveitingu við samþykki allra landeiganda jarðarinnar Fells. Helsti samkeppnisaðilinn þurfti að veita samþykki Sem áður segir huggðist Ice Lagoon nýta hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns í ferðaþjónustu sinni en fyrirtækið hefur siglt með ferðamenn um lónið frá árinu 2011. Þá var aðstaðan við vesturbakka lónsins en félagið vildi færa hana á austurbakkann og koma upp hjólhýsi á jörðinni Felli. Áður en íslenska ríkið keypti lóðina árið 2016 áttu 32 aðilar jörðina og höfðu þeir stofnað Sameignarfélagið Fell til að halda utan um sameign jarðarinnar. Einn þessara eigenda er einnig eigandi Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. sem boðið hefur upp á siglingar um lónið um áratugabil. Ice Lagoon samdi við sameignarfélagið um leigu á landi til að starfrækja ferðaþjónustu frá og sótti um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á svæðinu. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að veita leyfi til fjögurra mánaða en þó með fyrirvara um endanlega staðsetningu á hjólhýsi og samþykki allra landeigenda á svæðinu. Eðli málsins samkvæmt samþykkti eigandi samkeppnisaðilans ekki stöðuleyfið fyrir sitt leyti. Ólögmætt en engin saknæm háttsemi fyrir hendi Landsréttur vísar til dóms Hæstaréttar þar sem því var slegið föstu að ólögmætt væri að binda stöðuleyfisveitingu í sameign jarðar við samþykki allra eigenda hennar. Hins vegar liggi fyrir að þrátt fyrir ólögmæti gildi almenn regla skaðabótaréttar um saknæmi fullum fetum. Skilyrði bótaskyldu í málinu sé því saknæm háttsemi af hálfu Hornafjarðar. Landsréttur taldi Ice Lagoon ekki hafa fært sönnur á að Hornafjörður hefði tekið umþrættar ákvarðanir með saknæmum hætti. 270 milljóna króna tjón Í stefnu Ice Lagoon frá 2018 kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Í málsástæðum Hornafjarðar í málinu kom fram að fyrirtækið hefði aflað matsins einhliða og að sveitarfélagið mótmælti sönnunargildi þess. Fréttastofa ræddi við lögmann Ice Lagoon á sínum tíma og sagði hann meðal annars að framganga sveitarfélagsins í málinu hafi verið svo röng að hún líktist atvikalýsingu í raunhæfu verkefni í stjórnsýslurétti. Hornafjörður Dómsmál Tengdar fréttir Undrast yfirlýsingar Hornafjarðar 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi Ice Lagoon í vil árið 2020 og viðurkenndi skaðabótaskyldu sveitarfélagsins Hornafjarðar vegna ákvarðana þess frá 2014 og 2015 um að veita félaginu ekki stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns. Hjólhýsi átti að nota undir ferðaþjónustustarfsemi. Kröfu vegna ákvarðanar frá 2010 var hins vegar vísað frá dómi enda var hún fyrnt þegar málið var höfðað árið 2018. Slíkar kröfur fyrnast á fjórum árum og hafði Ice Lagoon ekkert gert til að slíta fyrningarfrestinum. Vísað frá vegna fyrningar og vanreifunar Landsréttur vísaði kröfunni vegna ákvörðunar frá 2010 einnig frá vegna fyrningar en gekk skrefi lengra og vísaði kröfum vegna meintra ólögmætra aðgerða frá 2014 og 2015 sökum frá vanreifunar. Í dómkröfum Ice Lagoon var téðum meintum ólögmætum aðgerðum Hornafjarðar ekki lýst nánar og voru því ekki dómtækar. Eftir stóð þó að ákvarða hvort Hornafjörður hafi tekið ólögmæta ákvörðun með því að binda leyfisveitingu við samþykki allra landeiganda jarðarinnar Fells. Helsti samkeppnisaðilinn þurfti að veita samþykki Sem áður segir huggðist Ice Lagoon nýta hjólhýsi við austurbakka Jökulsárlóns í ferðaþjónustu sinni en fyrirtækið hefur siglt með ferðamenn um lónið frá árinu 2011. Þá var aðstaðan við vesturbakka lónsins en félagið vildi færa hana á austurbakkann og koma upp hjólhýsi á jörðinni Felli. Áður en íslenska ríkið keypti lóðina árið 2016 áttu 32 aðilar jörðina og höfðu þeir stofnað Sameignarfélagið Fell til að halda utan um sameign jarðarinnar. Einn þessara eigenda er einnig eigandi Jökulsárlón ferðaþjónusta ehf. sem boðið hefur upp á siglingar um lónið um áratugabil. Ice Lagoon samdi við sameignarfélagið um leigu á landi til að starfrækja ferðaþjónustu frá og sótti um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á svæðinu. Sveitarfélagið Hornafjörður samþykkti að veita leyfi til fjögurra mánaða en þó með fyrirvara um endanlega staðsetningu á hjólhýsi og samþykki allra landeigenda á svæðinu. Eðli málsins samkvæmt samþykkti eigandi samkeppnisaðilans ekki stöðuleyfið fyrir sitt leyti. Ólögmætt en engin saknæm háttsemi fyrir hendi Landsréttur vísar til dóms Hæstaréttar þar sem því var slegið föstu að ólögmætt væri að binda stöðuleyfisveitingu í sameign jarðar við samþykki allra eigenda hennar. Hins vegar liggi fyrir að þrátt fyrir ólögmæti gildi almenn regla skaðabótaréttar um saknæmi fullum fetum. Skilyrði bótaskyldu í málinu sé því saknæm háttsemi af hálfu Hornafjarðar. Landsréttur taldi Ice Lagoon ekki hafa fært sönnur á að Hornafjörður hefði tekið umþrættar ákvarðanir með saknæmum hætti. 270 milljóna króna tjón Í stefnu Ice Lagoon frá 2018 kemur fram að samkvæmt niðurstöðu endurskoðendafyrirtækisins Ernst & Young nemi tjón Ice Lagoon ehf. vegna aðgerða sveitarfélagsins allt að rúmum 270 milljónum króna. Í málsástæðum Hornafjarðar í málinu kom fram að fyrirtækið hefði aflað matsins einhliða og að sveitarfélagið mótmælti sönnunargildi þess. Fréttastofa ræddi við lögmann Ice Lagoon á sínum tíma og sagði hann meðal annars að framganga sveitarfélagsins í málinu hafi verið svo röng að hún líktist atvikalýsingu í raunhæfu verkefni í stjórnsýslurétti.
Hornafjörður Dómsmál Tengdar fréttir Undrast yfirlýsingar Hornafjarðar 31. júlí 2014 07:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira