Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. apríl 2022 07:36 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá árínu 2010. EPA Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki. Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Sigurræða Orbans hefur hlotið töluverða gagnrýni en þar virðist hann hæðast að Volodomir Selenskí forseta Úkraínu. Orban þykir hallur undir Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Selenskí hefur sjálfur gagnrýnt forætisráðherrann fyrir að vilja ekki gagnrýna Pútín og stríðsrekstur hans í Úkraínu. Í sigurræðu sinni sagði Orban að allur heimurinn sjái nú að pólitík kristilegra íhaldsmanna og föðurlandsvina hafi farið með sigur af hólmi í Ungverjalandi. Orban segir að með sigrinum sé verið að senda Evrópu skýr skilaboð um að þetta sé ekki fortíðin, heldur framtíðin. Þá sagði hann að allir eigi eftir að muna eftir þessum sigri því andstæðingarnir hafi verið svo margir. Taldi Orban síðan upp andstæðinga sína og talaði um vinstrimenn heimafyrir, vinstrimenn í öðrum löndum, „möppudýrin í Brussel“ og forseta Úkraínu, sagði Orban og uppskar hlátrasköll frá stuðningsmönnum sínum, að því er segir í frétt Guardian. Fidesz-flokkurinn hlaut um 53 prósent atkvæða og bandalag sex stjórnarandstöðuflokka einungis um 35 prósent. Kosningaþátttaka var mikil, tæplega 69 prósent, en það er nærri jafnmikil þátttaka og í kosningunum 2018 þegar met var slegið. Orban hefur í stjórnartíð sinni ítrekað lent upp á kant við Evrópusambandið þegar kemur að málum eins og fjölmiðlafrelsi, málefnum flóttafólks og samskiptum Ungverjalands og Rússlands. Þá hefur hann sætt gagnrýni fyrir óeðlileg afskipti af dómskerfinu og að hafa breytt kjördæmum til að hagnast sér og sínum flokki.
Ungverjaland Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35
Sundrung innan sameinaðrar stjórnarandstöðu og stefnir í enn einn sigur Orbans Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans. 31. mars 2022 14:43