Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. apríl 2022 12:31 Lilja vill skipta listamannalaunum upp í þrjá aldurshópa. vísir/vilhelm Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Frumvarp Sjálfstæðismannanna snýst einfaldlega um að leggja niður heiðurslaun listamanna. Þeir lögðu það fram síðasta föstudag. Menningarmálaráðherra er ekki hrifinn af frumvarpinu. „Ég hafna þessu frumvarpi Sjálfstæðismanna algerlega. Ég verð nú að segja eins og er að fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað aprílgabb hjá þingmönnunum þremur. En svo var ekki þegar ég fór á vefsíðu Alþingis,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Sorglegar skoðanir Í greinargerð frumvarpsins segir meðal annars að þingmennirnir sjái ekki að samfélagslegur ávinningur sé af slíku heiðurslaunakerfi. „Ég verð nú bara að segja eins og er að mér finnst þetta sorglegt að þessir þingmenn hafi slíkt í greinargerð. Listamenn þeir skila samfélaginu gríðarlegum ábata og ávinningi. Bæta líf okkar allra,“ segir Lilja. Í dag eru tvö kerfi við lýði þar sem ríki launar listamönnum; almenn listamannalaun og svo heiðurslaunin sem allt að 25 listamenn geta verið með. Þau eru tryggð til æviloka. Lilja segist vera í miðri vinnu við að breyta þessu kerfi algerlega í samstarfi við Bandalag íslenskra listamanna, Samtök um skapandi greinar, BHM og fleiri. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í breytingarnar sem þar er verið að teikna upp en segir þó að verið sé að horfa á að skipta listamannalaunum upp í þrjá flokka eftir aldri. „Við yrðum mögulega með flokk fyrir yngri listamenn, 35 ára og yngri. Við værum svo með hefðbundin starfslaun og svo værum við með svona heldri manna listamannalaun þar sem þeir sem hafa fengið listamannalaun í langan tíma þeir færu á svona hálfgerð eftirlaun,“ segir Lilja. Hún býst við að kynna betur drög að frumvarpinu í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar.
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira