Landsréttur klofinn í bótamáli vegna blöðruboltaslyss leikskólakennara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 12:20 Konan slasaðist á hné þegar samstarfsmaður hennar hljóp á hana meðan þau spiluðu svokallaðan blöðrubolta, þar sem fólk spilar fótbolta í uppblásnum blöðrum. Getty/Matt McClain Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli leikskólakennara sem hlaut alvarlega áverka í september 2016 en ágreiningur var milli aðila málsins um hvort slysið hafi átt sér stað í vinnutíma eða frítíma. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt töldu að ekki væri um vinnuslys að ræða en einn skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfu konunnar. Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð. Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konan slasaðist við skemmtidagskrá á vegum starfsmannafélagsins þar sem starfsmenn spiluðu svokallaðan blöðrubolta. Í miðjum leik hafði samstarfsmaður hennar hlaupið á hana með þeim afleiðingum að hún féll illa, sleit krossband og hluta af innra hliðarbandi á vinstri hné, og var óvinnufær í tvo mánuði eftir slysið. Varanleg örorka konunnar var metin 15 prósent eftir slysið og tveimur árum síðar fékk hún bætur samkvæmt reglum um slys í frítíma, rúmlega eina og hálfa milljón króna. Stjórnendur leikskólans töldu að um frítímaslys hafi verið að ræða þar sem slysið varð eftir að formlegri dagskrá á þeirra vegum lauk og starfsmönnum ekki skylt að taka þátt eftir það. Konan hélt því aftur á móti fram að slysið hafi átt sér stað í starfi hennar við skólann, innan átta tíma vinnudags hennar, og því ætti hún rétt á frekari bótum í samræmi við reglur um vinnuslys. Hún hafi upplifað það að áframhaldandi dagskrá starfsmannafélagsins á lóð leikskólans hafi verið hluti af starfs- og skipulagsdeginum. Ekki ljóst að starfsmenn hafi verið leystir undan skyldum sínum Í dómi héraðsdóms segir að það hafi verið mat leikskólans að „þátttaka í fótbolta íklædd uppblásinni blöðru hafi ekki verið ein af starfsskyldum stefnanda sem leikskólakennara,“ heldu hafi verið um valdfrjálsa þátttöku að ræða. Héraðsdómur féllst á þau rök og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um vinnuslys að ræða. Meirihluti dómara við Landsrétt komst að sömu niðurstöðu og staðfesti því dóm Héraðsdóms. Einn af þremur dómurum málsins, Ásmundur Helgason, skilaði þó inn sératkvæði þar sem hann kvaðst ekki sammála niðurstöðu meirihluta dómenda og taldi að verða ætti við kröfum konunnar. Hann vísar til þess að það sé ágreiningslaust að slysið hafi orðið á vinnudegi áður en átta tíma viðveruskyldu hennar lauk og varð slysið á vinnustaðnum í beinu framhaldi af því að dagskrá lauk og skemmtidagskrá tók við. „Ekki verður ráðið af skýrslum, sem gefnar voru fyrir héraðsdómi, að þar með hafi þeir starfsmenn, sem enn höfðu viðveruskyldu samkvæmt ráðningarsamningi, verið leystir undan skyldum sínum svo óyggjandi sé,“ segir í sératkvæðinu og því beri að líta svo á að konan hafi enn verið í starfi sínu þegar slysið varð.
Dómsmál Reykjavík Leikskólar Vinnuslys Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira