Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:26 Sigurður Ingi Jóhannsson á samkvæmt heimildum fréttastofu að hafa kallað Vigdísi „þá svörtu“ þegar sú hugmynd kviknaði að tekin yrði hópmynd þar sem haldið yrði á Vigdísi. Vísir/Hulda Margrét Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum. Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurði Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Hann forðaði sér við svo búið af vettvangi. Fjallað var um málið um helgina og sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, algjört bull að ráðherrann hefði látið slík orð falla. Hann hefði sagst ekki vilja halda á Sjálfstæðismanni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ segir Vigdís. Nokkrir þingmenn hafa tjáð sig við færslu Vigdísar og sýna henni stuðning. „Það skiptir máli að öflug kona eins og þú svo sannarlega ert lúffir ekki fyrir gaslýsingu eins og þeirri sem borið hefur á. Það er mjög mikilvægt og hafðu þakkir fyrir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Hlýjar kveðjur til þín kæra Vigdís,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Þú ert hetja,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt að þú segir söguna eins og hún er. Miður mín að heyra af þessu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Vigdísi hjarta. Ekki hefur náðst í Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra eða Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann hennar í dag þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 15 með óundirbúnum fyrirspurnum. Má telja líklegt að málið beri á góma á þinginu í dag. Uppfært klukkan 15:11 Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á orðum sínum.
Alþingi Landbúnaður Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55