Held að ansi margir leikmenn og þjálfarar myndu ekki ná dómaraprófinu Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Guðjón Guðmundsson og Vilhelm Gauti Bergsveinsson spjölluðu saman í búningsklefa Fram í Safamýri. Stöð 2 Sport „Þeir höfðu vit fyrir dómurunum í 25 ár. Nú sitja þeir hinu megin við borðið,“ segir Guðjón Guðmundsson, Gaupi, um þá Vilhelm Gauta Bergsveinsson og Ólaf Víði Ólafsson sem í dag starfa sem handboltadómarar. Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“ Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira
Vilhelm Gauti og Ólafur Víðir voru lykilmenn í liði HK sem varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í sögu félagsins árið 2012. Þeir hafa einnig starfað sem þjálfarar og nú síðast dómarar og þekkja því handboltann frá öllum hliðum, og voru í spjalli við Gaupa í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport. Nú þurfa þeir að taka á dómgæslutuðinu sem þeir hafa líklega sjálfir gerst sekir um á sínum ferli. Fylgir því ákveðin pressa að hafa sjálfur „leiðbeint“ dómurunum „Við þóttumst alla vega vita betur. Eflaust var 90 prósent af þessu bölvuð vitleysa. En jú, maður gaf þeim [dómurunum] hint inn á milli,“ sagði Vilhelm léttur í bragði við Gaupa. En hvernig er að vera hinu megin borðsins? „Það er virkilega gaman – mikið skemmtilegra en við þorðum að vona þegar við fórum út í þetta fyrir rúmu ári síðan. En það er ákveðin pressa sem fylgir því þegar maður er búinn að vera að „leiðbeina“ dómarastéttinni í einhver ár, að fara svo og þykjast geta gert þetta eitthvað betur,“ sagði Vilhelm en innslagið má sjá hér að neðan: Klippa: Eina með Gaupa - Leikmenn sem urðu dómarar Þeir Ólafur telja það gagnast sér að hafa sjálfir verið leikmenn og þjálfarar. Þolinmæðin sé meiri gagnvart kjaftbrúki: „Já, já, ég held það. Við höfum báðir verið að þjálfa í meistaraflokki, og báðir verið að spila, og við þekkjum þessi fyrstu viðbrögð – þessar tvær sekúndur sem menn þurfa að blása. Við leyfum það alveg, það er ekkert mál, á meðan að þetta er ekki dónalegt eða ósanngjarnt sem vellur upp úr mönnum þá höfum við bara gaman af þessu og tökum bara spjallið,“ sagði Vilhelm. Mjög skemmtilegur vinkill fyrir handboltafíklana „Ég vil nú meina að ég hafi verið mjög kurteis leikmaður en það er ekki mitt að dæma um það,“ sagði Ólafur þegar Gaupi skaut því á hann að hann hefði nú stundum vælt í dómurunum. „Þetta er nýtt sjónarhorn á leikinn. Eftir að hafa verið leikmaður og þjálfari og nú dómari þá hefur maður séð þessa þrjá vinkla. Þetta er bara mjög skemmtilegur vinkill á handboltann fyrir okkur Villa sem erum handboltafíklar,“ sagði Ólafur. „Þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum“ Vilhelm var fús til að viðurkenna að hann hefði ekki gjörþekkt reglur handboltans áður en hann gerðist dómari: „Nei, ég skal vera heiðarlegur með það. Þegar ég var að leiðbeina dómurunum þá hafði ég ekki hundsvit á þessum reglum. Maður vildi bara fá eitthvað dæmt eða hvernig sem það var. Ég held að ansi margir í handboltastéttinni, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar, myndu ekki ná bóklega dómaraprófinu.“
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sjá meira