„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. apríl 2022 19:10 Halldóra kallar eftir því að Sigurður Ingi segi af sér vegna ummælanna. Vísir Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira