Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 22:37 Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina í Sacramento í gær. AP/Jose Carlos Fajardo Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira