Valsmenn hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni á Hlíðarenda í þrjátíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:01 Callum Reese Lawson og félagar í Valsliðinu hefja úrslitakeppnina í kvöld. Lawson vann úrslitakeppnina og þar með Íslandsmeistaratitilinn með Þór Þorlákshöfn í fyrra. Vísir/Bára Dröfn Valur tekur í kvöld á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla. Það er óhætt að segja að heimamenn hafi beðið lengi eftir sigurleik á heimavelli sínum í úrslitakeppni. 5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás. Subway-deild karla Valur Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
5. apríl 1992 er sögulegur dagur fyrir Valsmenn því á þeim degi fagnaði Valur síðasta sigri í úrslitakeppni á Hlíðarenda. Valsliðið vann þá 104-91 sigur á Keflavík og náði með því að jafna úrslitaeinvígið á móti Keflavík í 1-1. Valur átti eftir að komast í 2-1 með sigri í Keflavík í leik þrjú og gat því orðið Íslandsmeistari á heimavelli 9. apríl 1992. Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á Hlíðarenda í þessum fjórða leik og tryggðu sér síðan Íslandsmeistaratitilinn í oddaleik á heimavelli. Grein um síðasta sigurleik Valsmanna á Hlíðarenda í úrslitakeppninni.Timarit.is/MBL Valsliðið komst ekki aftur í úrslitakeppni fyrr en í fyrra þegar Valur mætti KR í átta liða úrslitunum. Valsmenn voru með heimavallarrétt á móti KR í fyrra en náðu samt ekki að vinna heimaleik í einvíginu. KR-ingar unnu alla leiki liðanna í Valsheimilinu þar á meðal 89-86 sigur í oddaleiknum. Síðustu þrír sigurleikir Valsara í úrslitakeppni hafa komið á útivelli og í raun hefur Valur unnið fimm af síðustu sjö útileikjum sínum í úrslitakeppni. Á heimavelli sínum hafa Valsmenn aftur á móti tapað síðustu þremur leikjum sínum í úrslitakeppni. Svo skemmtilega vill til að í kvöld eru nákvæmlega þrjátíu ár frá síðasta heimasigri Valsmanna í úrslitakeppni. Franc Booker var stigahæstur í þeim sigri með 34 stig en Tómas Holton skoraði 24 stig og þeir Svali Björgvinsson og Magnús Matthíasson voru báðir með tólf stig. Nú er að sjá hvort að Valsmenn nýti tímamótin til að enda þriggja áratuga taphrinu sína á heimavelli eða hvort að Stjörnumenn bætast í hóp þeirra liða sem hafa sótt sigur á Hlíðarenda í úrslitakeppnum frá árinu 1992. Báðir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18.95 á Stöð 2 Sport og strax á eftir verður leikur Vals og Stjörnunnar sýndur á sömu rás.
Subway-deild karla Valur Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira