Falleinkunn fyrirhugaðs fiskeldis Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2022 08:31 Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina. Sveitarstjórn Múlaþings og Heimastjórn Seyðisfjarðar, stokkum spilin upp á nýtt og lesum allt álit Skiplagsstofnunar um fiskeldi í Seyðisfirði. Þar eru rökin skýr en það virðist sem ýmsir hafi ekki lesið álitið til hlítar. Ég ætla að einblína áfram á kafla 3.12, sem er á á bls. 26 – 28. Ath. Allt sem er í gæsalöppum eru beinar tilvitnanir. Siglingaleiðir og fjarskipti: „Í umsögn Samgöngustofu bendir stofnunin á mikilvægi þess að gætt sé að því að staðsetning eldissvæða valdi ekki truflunum á siglingum og að staðsetning eldissvæðanna feli ekki í sér farartálma, sbr. lög um vitamál. Telur Samgöngustofa brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um firðina, Landhelgisgæslunnar, Samtaka skipstjórnarmanna og jafnvel fleiri aðila, áður en staðsetning eldiskvía er heimiluð. Í umsögn Landhelgisgæslunnar bendir stofnunin meðal annars á að að eldissvæðið í Sörlastaðavík nær inn í ljósgeirann frá Brimnesvita, sem markar siglingaleið um Seyðisfjörð. Hnika þurfi staðsetningu eldissvæðisins til, þannig að það sé allt utan ljósgeirans. Í umsögn Vegagerðarinnar bendir stofnunin á að eldissvæði liggja innan hafnarmarka Seyðisfjarðarhafnar og vísar til ábyrgðar hafnaryfirvalda á að leiðbeiningar til öryggis á siglingaleiðum innan hafnamarka verði ekki skertar. Auk þess bendir stofnunin á að svo virðist sem ekki hafi farið fram hættumat vegna siglinga og samantekt á stærð skipa, né hafi verið greint hverskonar skipaumferð fari um svæðið. Slíkt mat eigi að liggja til grundvallar um merkingar á svæðum með tilliti til siglinga. Vegagerðin óskar eftir samráði við rekstraraðila hafnarsvæðis áður en rekstrarleyfi er veitt.“ Þarna eru grafalvarlegir hlutir á ferðinni. Fiskeldi Austurlands FA, sleppir því að afla og leggja fyrir grundvallar upplýsingar um stærð athafnasvæðis og um stærð og flokkun skipa, sem fara um fjörðinn. Þær eiga að liggja fyrir þegar sótt er um leyfið. Þarna fer Norræna um einu sinni í viku allan ársins hring. Auk þess margir tugir annarra stórra skipa. Ég reikna með að hafnaryfirvöld Múlaþings hafi brugðist snarlega við og skilað inn öllum upplýsingum um umferð skipa í firðinum, jafnt stórra sem smárra, fyrst FA gerði það ekki. Í Seyðisfjarðarkaupstað þótti áður fyrr eftirsóknarvert að sitja í hafnarnefnd. Þar komu tekjurnar inn. „Samkvæmt upplýsingum frá Seyðisfjarðarhöfn er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Seyðisfjarðar MSC Preziosa og er það rúmlega 37 metrar á breidd. Til viðmiðunar er Seyðisfjörður rúmlega 850 metrar á breidd þar sem hann þrengstur.“ „Samkvæmt leiðbeiningum Kystverket18 , norskrar ríkisstofnunar sem fer með stjórn strandsvæða og siglingaöryggi þar í landi,skulu afmörkuð svæði til siglinga almennt vera 1 km að breidd til að tryggja öruggar og greiðar leiðir.“ Í ár eru væntanleg 70 – 80 skemmtiferðaskip og um 100 árið 2023. Hefur Múlaþing efni á að glata hafnargjöldum af þessum skipum? Ferðaþjónustan hefur það örugglega ekki, hvorki á Seyðisfirði né í nærsveitum. Hver ber ábyrgð á líklegum singlingaóhöppum, sem geta orðið, þegar þrengt er óhóflega að siglingaleiðum. Er það ríkið, sveitarfélagið eða FA? Sörlastaðavíkin er einfaldlega of þröng, og full nýtt fyrir af sæstrengnum og siglingaleiðinni. Það er ekki rétt að kvíar í Selstaðavík sjáist ekki úr bænum eins fram hefur komið fram hjá FA. Það vita bæjarbúar. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða eins og margoft er búð að benda á. Skálanesbót er þá ein eftir, en hún ber ekki 10.000 tonn af laxi og þarf reglulega hvíld. „Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun voru línuveiðar eitthvað stundaðar innan allra eldissvæðanna árin 2015-2019. Krókaveiðar fóru einnig fram á öllum eldissvæðum en þó mest á eldissvæðinu við Sörlastaðavík. Loks virðist eldissvæðið við Skálanesbót vera staðsett á vinsælu netaveiðisvæði. Skipulagsstofnun telur æskilegt að Fiskeldi Austfjarða hafi samráð við sjómenn varðandi staðsetningu eldiskvía innan eldissvæða. Sé það gert er mögulegt að lágmarka áhrif sjókvíaeldis á veiðar.“ Svo skulum við ekki gleyma Skálanesbændum, með sína miklu ferðaþjónustu og menningar- og fræðslusetur í náttúruparadísinni Skálanesi. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Dágott tekjutap þar. 3.12.3 Niðurstaða: „Seyðisfjörður er þröngur fjörður með mikilli umferð stórra skipa sem er mikilvæg fyrir samfélagið og margvíslega atvinnustarfsemi, bæði á Seyðisfirði og víðar á landinu. Meðal annars umferð Norrænu sem siglir eftir stífri áætlun.“ Fjarskiptin Farice-1: „Í athugasemd Farice er vakin athygli á mikilvægi Farice-1 strengsins fyrir fjarskipti til og frá Íslandi. Bent er á að óheimilt er að leggjast við akkeri innan helgunarsvæðis fjarskiptastrengsins sem jafngildir 463 m hvoru megin við strenginn. Komi til tjóns á sæstrengnum geti kostnaður vegna viðgerða numið háum fjárhæðum ásamt því að geta haft áhrif á fjarskipti.“ Þarna er skilningsleysi FA og Múlaþings algert. Farice-1 strengurinn á nánast allt botnsvæðið í Sörlastaðavík, samtals 926 m, sem er sums staðar rúmlega breidd fjarðarins. Þarna ætti öllum, sem hafa lesið álitið, að vera ljóst að þetta gengur ekki upp. Ekkert pláss er fyrir akkerisfestingar. FA er að troða sér inn á svæði, sem aðrir hafa fyrir löngu fengið afnotaréttinn af. Gangi ykkur vel í þeirri lágkúrulegu vegferð ykkar við að fá helgunarsvæði strengsins minnkað og siglingaleiðina þrengda. Enn spyr ég. Komi til tjóns á strengnum, hver ber þá ábyrgðina á þessum mikilvæga fjarskiptastreng? Er það ríkið, sveitarfélagið eða FA? 3.9.3 Niðurstaða: „Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða veruleganeikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu“ Það er því með ólíkindum að FA haldi áfram með umsókn sína um 10.000 tonna eldi í ljósi allra þessara staðreynda. Áform FA fá hreina og klára falleinkunn hjá Skipulagsstofun. Sveitarstjórnarmaður hefur skrifað opinberlega um að skoða þurfi öll tækifæri til atvinnusköpunar, sem tengjast hugsanlegu laxeldi. „Tækifærin þarf að grípa“ skrifaði einnig fulltrúi í Heimastjórn Seyðisfjarðar. Já endilega skoðið öll atvinnutækifæri, sem bjóðast. Grípið tækifærin þar sem þau eiga við. En í þessu máli hefði verið gott að byrja á réttum enda og kynna sér fyrst ofangreindar niðurstöður Skipulagsstofnunar. Þá hefði sést að þetta laxeldi kemst ekki fyrir í firðinum, og hægt að segja nei takk strax og komast þar með hjá sundurlyndi víða í samfélaginu. Jens Garðar hjá FA lét hafa eftir sér í viðtali í Austurglugganum 17. mars s.l. : „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi.“ Það nær ekki nokkurri átt og jaðrar við siðleysi að hann sé á þennan hátt að egna saman tveim bæjarkjörnum í Múlaþingi í þágu fyrirtækisins. Ég hef aðallega einbeitt mér að tölulegum staðreyndum, og öðru sem ekki er hægt að deila um, úr áliti Skipulagsstofnunar. Tek samt fram að ég stend líka með vistkerfinu. Spurt var í athugasemdum á austurfrett.is: „Eiga austfirðingar þingmenn yfir höfuð?“ Já það eru 10 þingmenn í Norðausturkjördæmi, sem eru búsettir víða um land. Jódís Skúladóttir VG, sem er búsett á Austurlandi, hefur staðið með meirihluta íbúa Seyðisfjarðar í þessu máli. Takk fyrir það. Líneik Anna Svæarsdóttir Framsóknarflokki er einnig búsett á Austurlandi. Það ættu að vera hæg heimatökin hjá henni að hnippa í Innviðaráðherra, og láta hann vita hversu harkalega er sótt að innviðum í Seyðisfirði. Hann ber pólitíska ábyrgð á innviðum allra landsmanna. Það er skrýtið og jafnvel mikil spilling í gangi ef það fæst leyfi hjá ríkinu til að loka nánast siglingaleiðinni um hafnarsvæðið á Seyðisfirði. Að ekki sé talað um að setja fjarskiptasamband landsmanna við útlönd í stór hættu með því að þrengja helgunarsvæði Farice-1. Fyrir utan þetta allt liggur líka fyrir að burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar fyrir laxeldið fór aldrei í umhverfismat eins og lög gera ráð fyrir. Þar voru íbúar sviftir rétti sínum til að gera athugasemdir á fyrstu stigum málsins. En ég get engan vegin ímyndað mér að hægt sé að úthluta þessu eldisleyfi miðað við allt sem liggur fyrir. Þá er ekki allt í lagi hjá þeim stofnunum, sem fara með þetta úthlutunarvald, í landi tækifæranna. Friðar og kærleikskveðja Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Magnús Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina. Sveitarstjórn Múlaþings og Heimastjórn Seyðisfjarðar, stokkum spilin upp á nýtt og lesum allt álit Skiplagsstofnunar um fiskeldi í Seyðisfirði. Þar eru rökin skýr en það virðist sem ýmsir hafi ekki lesið álitið til hlítar. Ég ætla að einblína áfram á kafla 3.12, sem er á á bls. 26 – 28. Ath. Allt sem er í gæsalöppum eru beinar tilvitnanir. Siglingaleiðir og fjarskipti: „Í umsögn Samgöngustofu bendir stofnunin á mikilvægi þess að gætt sé að því að staðsetning eldissvæða valdi ekki truflunum á siglingum og að staðsetning eldissvæðanna feli ekki í sér farartálma, sbr. lög um vitamál. Telur Samgöngustofa brýnt að ávallt sé leitað álits heimamanna og annarra, sem reglulega sigla um firðina, Landhelgisgæslunnar, Samtaka skipstjórnarmanna og jafnvel fleiri aðila, áður en staðsetning eldiskvía er heimiluð. Í umsögn Landhelgisgæslunnar bendir stofnunin meðal annars á að að eldissvæðið í Sörlastaðavík nær inn í ljósgeirann frá Brimnesvita, sem markar siglingaleið um Seyðisfjörð. Hnika þurfi staðsetningu eldissvæðisins til, þannig að það sé allt utan ljósgeirans. Í umsögn Vegagerðarinnar bendir stofnunin á að eldissvæði liggja innan hafnarmarka Seyðisfjarðarhafnar og vísar til ábyrgðar hafnaryfirvalda á að leiðbeiningar til öryggis á siglingaleiðum innan hafnamarka verði ekki skertar. Auk þess bendir stofnunin á að svo virðist sem ekki hafi farið fram hættumat vegna siglinga og samantekt á stærð skipa, né hafi verið greint hverskonar skipaumferð fari um svæðið. Slíkt mat eigi að liggja til grundvallar um merkingar á svæðum með tilliti til siglinga. Vegagerðin óskar eftir samráði við rekstraraðila hafnarsvæðis áður en rekstrarleyfi er veitt.“ Þarna eru grafalvarlegir hlutir á ferðinni. Fiskeldi Austurlands FA, sleppir því að afla og leggja fyrir grundvallar upplýsingar um stærð athafnasvæðis og um stærð og flokkun skipa, sem fara um fjörðinn. Þær eiga að liggja fyrir þegar sótt er um leyfið. Þarna fer Norræna um einu sinni í viku allan ársins hring. Auk þess margir tugir annarra stórra skipa. Ég reikna með að hafnaryfirvöld Múlaþings hafi brugðist snarlega við og skilað inn öllum upplýsingum um umferð skipa í firðinum, jafnt stórra sem smárra, fyrst FA gerði það ekki. Í Seyðisfjarðarkaupstað þótti áður fyrr eftirsóknarvert að sitja í hafnarnefnd. Þar komu tekjurnar inn. „Samkvæmt upplýsingum frá Seyðisfjarðarhöfn er stærsta skemmtiferðaskipið sem kemur til Seyðisfjarðar MSC Preziosa og er það rúmlega 37 metrar á breidd. Til viðmiðunar er Seyðisfjörður rúmlega 850 metrar á breidd þar sem hann þrengstur.“ „Samkvæmt leiðbeiningum Kystverket18 , norskrar ríkisstofnunar sem fer með stjórn strandsvæða og siglingaöryggi þar í landi,skulu afmörkuð svæði til siglinga almennt vera 1 km að breidd til að tryggja öruggar og greiðar leiðir.“ Í ár eru væntanleg 70 – 80 skemmtiferðaskip og um 100 árið 2023. Hefur Múlaþing efni á að glata hafnargjöldum af þessum skipum? Ferðaþjónustan hefur það örugglega ekki, hvorki á Seyðisfirði né í nærsveitum. Hver ber ábyrgð á líklegum singlingaóhöppum, sem geta orðið, þegar þrengt er óhóflega að siglingaleiðum. Er það ríkið, sveitarfélagið eða FA? Sörlastaðavíkin er einfaldlega of þröng, og full nýtt fyrir af sæstrengnum og siglingaleiðinni. Það er ekki rétt að kvíar í Selstaðavík sjáist ekki úr bænum eins fram hefur komið fram hjá FA. Það vita bæjarbúar. Auk þess er Selstaðavík á hættusvæði C vegna snjóflóða eins og margoft er búð að benda á. Skálanesbót er þá ein eftir, en hún ber ekki 10.000 tonn af laxi og þarf reglulega hvíld. „Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun voru línuveiðar eitthvað stundaðar innan allra eldissvæðanna árin 2015-2019. Krókaveiðar fóru einnig fram á öllum eldissvæðum en þó mest á eldissvæðinu við Sörlastaðavík. Loks virðist eldissvæðið við Skálanesbót vera staðsett á vinsælu netaveiðisvæði. Skipulagsstofnun telur æskilegt að Fiskeldi Austfjarða hafi samráð við sjómenn varðandi staðsetningu eldiskvía innan eldissvæða. Sé það gert er mögulegt að lágmarka áhrif sjókvíaeldis á veiðar.“ Svo skulum við ekki gleyma Skálanesbændum, með sína miklu ferðaþjónustu og menningar- og fræðslusetur í náttúruparadísinni Skálanesi. Þar eru nokkur störf í mikilli hættu ef af fiskeldi verður. Dágott tekjutap þar. 3.12.3 Niðurstaða: „Seyðisfjörður er þröngur fjörður með mikilli umferð stórra skipa sem er mikilvæg fyrir samfélagið og margvíslega atvinnustarfsemi, bæði á Seyðisfirði og víðar á landinu. Meðal annars umferð Norrænu sem siglir eftir stífri áætlun.“ Fjarskiptin Farice-1: „Í athugasemd Farice er vakin athygli á mikilvægi Farice-1 strengsins fyrir fjarskipti til og frá Íslandi. Bent er á að óheimilt er að leggjast við akkeri innan helgunarsvæðis fjarskiptastrengsins sem jafngildir 463 m hvoru megin við strenginn. Komi til tjóns á sæstrengnum geti kostnaður vegna viðgerða numið háum fjárhæðum ásamt því að geta haft áhrif á fjarskipti.“ Þarna er skilningsleysi FA og Múlaþings algert. Farice-1 strengurinn á nánast allt botnsvæðið í Sörlastaðavík, samtals 926 m, sem er sums staðar rúmlega breidd fjarðarins. Þarna ætti öllum, sem hafa lesið álitið, að vera ljóst að þetta gengur ekki upp. Ekkert pláss er fyrir akkerisfestingar. FA er að troða sér inn á svæði, sem aðrir hafa fyrir löngu fengið afnotaréttinn af. Gangi ykkur vel í þeirri lágkúrulegu vegferð ykkar við að fá helgunarsvæði strengsins minnkað og siglingaleiðina þrengda. Enn spyr ég. Komi til tjóns á strengnum, hver ber þá ábyrgðina á þessum mikilvæga fjarskiptastreng? Er það ríkið, sveitarfélagið eða FA? 3.9.3 Niðurstaða: „Með hliðsjón af framangreindu telur Skipulagsstofnun að áhrif á samfélag og efnahag séu óvissu háð, en geti orðið talsvert eða veruleganeikvæð ef ekki næst sátt um framkvæmdina í nærsamfélaginu“ Það er því með ólíkindum að FA haldi áfram með umsókn sína um 10.000 tonna eldi í ljósi allra þessara staðreynda. Áform FA fá hreina og klára falleinkunn hjá Skipulagsstofun. Sveitarstjórnarmaður hefur skrifað opinberlega um að skoða þurfi öll tækifæri til atvinnusköpunar, sem tengjast hugsanlegu laxeldi. „Tækifærin þarf að grípa“ skrifaði einnig fulltrúi í Heimastjórn Seyðisfjarðar. Já endilega skoðið öll atvinnutækifæri, sem bjóðast. Grípið tækifærin þar sem þau eiga við. En í þessu máli hefði verið gott að byrja á réttum enda og kynna sér fyrst ofangreindar niðurstöður Skipulagsstofnunar. Þá hefði sést að þetta laxeldi kemst ekki fyrir í firðinum, og hægt að segja nei takk strax og komast þar með hjá sundurlyndi víða í samfélaginu. Jens Garðar hjá FA lét hafa eftir sér í viðtali í Austurglugganum 17. mars s.l. : „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi.“ Það nær ekki nokkurri átt og jaðrar við siðleysi að hann sé á þennan hátt að egna saman tveim bæjarkjörnum í Múlaþingi í þágu fyrirtækisins. Ég hef aðallega einbeitt mér að tölulegum staðreyndum, og öðru sem ekki er hægt að deila um, úr áliti Skipulagsstofnunar. Tek samt fram að ég stend líka með vistkerfinu. Spurt var í athugasemdum á austurfrett.is: „Eiga austfirðingar þingmenn yfir höfuð?“ Já það eru 10 þingmenn í Norðausturkjördæmi, sem eru búsettir víða um land. Jódís Skúladóttir VG, sem er búsett á Austurlandi, hefur staðið með meirihluta íbúa Seyðisfjarðar í þessu máli. Takk fyrir það. Líneik Anna Svæarsdóttir Framsóknarflokki er einnig búsett á Austurlandi. Það ættu að vera hæg heimatökin hjá henni að hnippa í Innviðaráðherra, og láta hann vita hversu harkalega er sótt að innviðum í Seyðisfirði. Hann ber pólitíska ábyrgð á innviðum allra landsmanna. Það er skrýtið og jafnvel mikil spilling í gangi ef það fæst leyfi hjá ríkinu til að loka nánast siglingaleiðinni um hafnarsvæðið á Seyðisfirði. Að ekki sé talað um að setja fjarskiptasamband landsmanna við útlönd í stór hættu með því að þrengja helgunarsvæði Farice-1. Fyrir utan þetta allt liggur líka fyrir að burðarþolsmat Hafrannsóknarstofnunar fyrir laxeldið fór aldrei í umhverfismat eins og lög gera ráð fyrir. Þar voru íbúar sviftir rétti sínum til að gera athugasemdir á fyrstu stigum málsins. En ég get engan vegin ímyndað mér að hægt sé að úthluta þessu eldisleyfi miðað við allt sem liggur fyrir. Þá er ekki allt í lagi hjá þeim stofnunum, sem fara með þetta úthlutunarvald, í landi tækifæranna. Friðar og kærleikskveðja Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun