Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 09:56 Sigurvegarar Sprettfisks í ár. Stockfish Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. Stockfish stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að veita fleiri list formum innan kvikmyndagerðar brautargengi með því að bjóða upp á fjóra keppnisflokka: Skáldverk, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarverk. Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Í flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar Beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Í flokki heimildarverka var það Brávallagata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram. Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Sérstakar viðurkenningar hlutu einnig HEX og Step. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Stockfish voru það Síminn og Kukl sem lögðu til verðlaun að verðmæti fjögurra milljóna króna. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. Það bárust rúmlega hundrað verk inn í keppnina þannig að dómnefndir stóðu í ströngu við að fara í gegnum allt efnið. Samkeppnin var hörð og það er ljóst að við eigum mikið af ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki hér á landi. Þó var ánægjulegt að sjá að keppnin samanstóð af heilbrigðri blöndu af verkum frá bæði nýju og reynslumiklu fólki. Hér fyrir neðan má lesa ummæli dómnefndar um sigurvegarana í ár. Skáldverk Hreiðrið Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Dómnefndina skipuðu David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon. Hreiðrið hlýtur að launum eina milljón í úttekt frá tækjaleigunni KUKL og eina milljón í verðlaunafé frá Símanum auk þess sem myndin verður á dagskrá hjá Síminn Sjónvarp og fáanlegt í veitu Símans í allt að eitt ár. Ummæli dómnefndar: „Sumar kvikmyndir krefjast þess að þú upplifir tilfinningalega það sem er að gerast á skjánum. Aðrar leyfa áhorfandanum að fylgjast með og vera vitni að þeim viðburðum sem fara fram. Þessi er í seinni flokknum, hún heldur athygli okkar föngnum á meðan við fylgjumst með ferðalagi fjölskyldu. Falleg frásögn um þolinmæði og ást.” HEX Sérstök viðurkenning fór að auki til myndarinnar Hex fyrir einstaka sýn en leikstjóri hennar er Katrín Helga Andrésdóttir. Ummæli dómnefndar: „Dómnefndin vill veita sérstaka viðurkenningu kvikmynd sem hefur hugrakka sýn og drífandi söguþráð sem saman gera einstaka kvikmyndaupplifun. Stjarna þessa leikstjóra á eftir skína skært í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Tónlistarverk Vesturbæjar BeachÍ flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar Beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Dómnefnd skipaði Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir and Þóra Hilmarsdóttir. Snæfríður hlýtur 250 000 krónur frá Tækjaleigunni KUKL og 250 000 króna peningaverðlaun frá Símanum. Klippa: BSÍ - Vesturbæjar Beach Ummæli dómnefndar: „Vesturbæjar Beach er verk sem er bæði fyndið og fullt af innsæi um trópikal paradís í Vesturbænum í Reykjavík. Sagan er sögð með miklum húmor og leikrænum tilþrifum og er full af óvæntum uppákomum. Hún fangar fullkomlega þá bjartsýni sem þarf til að búa á kaldri eyju. Verkið er lýsandi dæmi um hvað er hægt að gera þegar hugmyndin er góð þrátt fyrir lítil efni. Verkið fer með áhorfandann í ferðalag sem er hrein ánægja að upplifa allt frá upphafi til enda.“ Heimildarverk Brávallagata 12 Í flokki heimildarverka var það Brávallagata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram. Dómnefndina skipuðu þau: Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa and Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Verkefnið hlýtur 500 þúsund króna úttekt hjá tækjaleigunni KUKL og 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Eins og önnur vinningsverk mun verkið vera á dagskrá Síminn Sjónvarp og aðgengilegt í veitu Símans næstu 12 mánuði. Ummæli dómnefndar: „Kjörkuð tilraun þar sem ein taka afhjúpar fjölskyldu- dínamík og leyndarmál fyrir áhorfandanum. Það er eins og tími og rúm verði eitt þegar fjölskyldan stendur fyrir framan fjölskylduhús þeirra úr fortíðinni. Við fáum innsýn inn í hvað var og hvað varð ekki. Virkilega heiðarleg og sönn frásögn.“ Step Sérstaka tilnefningu hlaut myndin Step eftir Guðný Lind Þorsteinsdóttir. Ummæli dómnefndar: „Falleg myndataka og við fáum að skyggnast undir yfirborðið. Dregin er upp falleg mynd af dansara um leið og myrkari hliðar dansheimsins eru afhjúpaðar. Harkalegur sannleikurinn kallar fram tilfinningaþrungin viðbrögð en leggur jafnframt fram til lausn.“ Tilraunaverk CHRYSALIS Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir. Í verðlaun hlaut CHRYSALIS 250 þúsund króna úttekt frá KUKL tækjaleigu og 250 þúsund króna verðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar: „Myndin fer með þig í skipulagt sjónrænt ferðalag. Hún er full af fallegum formum og litum og leikmynd og hljóð spila fullkomlega saman. Persónuleg frásögn raddarinnar sem hljómar yfir gefur áhorfendum skýra innsýn inn í náið hugsanaferli aðalpersónunnar. Klippingin og samspil leikara og leiksviðs gera þessa mynd virkilega áhugaverða til áhorfs.” Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stockfish stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að veita fleiri list formum innan kvikmyndagerðar brautargengi með því að bjóða upp á fjóra keppnisflokka: Skáldverk, heimildarverk, tilraunaverk og tónlistarverk. Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Í flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar Beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Í flokki heimildarverka var það Brávallagata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram. Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Sérstakar viðurkenningar hlutu einnig HEX og Step. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Stockfish voru það Síminn og Kukl sem lögðu til verðlaun að verðmæti fjögurra milljóna króna. Hámarkslengd í öllum flokkum var 30 mínútur. Það bárust rúmlega hundrað verk inn í keppnina þannig að dómnefndir stóðu í ströngu við að fara í gegnum allt efnið. Samkeppnin var hörð og það er ljóst að við eigum mikið af ungu og efnilegu kvikmyndagerðarfólki hér á landi. Þó var ánægjulegt að sjá að keppnin samanstóð af heilbrigðri blöndu af verkum frá bæði nýju og reynslumiklu fólki. Hér fyrir neðan má lesa ummæli dómnefndar um sigurvegarana í ár. Skáldverk Hreiðrið Sigurvegari í flokki Skáldverka var verkið Hreiðrið eftir Hlyn Pálmason. Dómnefndina skipuðu David Bonneville, Benedikt Erlingsson og Pamela Ribon. Hreiðrið hlýtur að launum eina milljón í úttekt frá tækjaleigunni KUKL og eina milljón í verðlaunafé frá Símanum auk þess sem myndin verður á dagskrá hjá Síminn Sjónvarp og fáanlegt í veitu Símans í allt að eitt ár. Ummæli dómnefndar: „Sumar kvikmyndir krefjast þess að þú upplifir tilfinningalega það sem er að gerast á skjánum. Aðrar leyfa áhorfandanum að fylgjast með og vera vitni að þeim viðburðum sem fara fram. Þessi er í seinni flokknum, hún heldur athygli okkar föngnum á meðan við fylgjumst með ferðalagi fjölskyldu. Falleg frásögn um þolinmæði og ást.” HEX Sérstök viðurkenning fór að auki til myndarinnar Hex fyrir einstaka sýn en leikstjóri hennar er Katrín Helga Andrésdóttir. Ummæli dómnefndar: „Dómnefndin vill veita sérstaka viðurkenningu kvikmynd sem hefur hugrakka sýn og drífandi söguþráð sem saman gera einstaka kvikmyndaupplifun. Stjarna þessa leikstjóra á eftir skína skært í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Tónlistarverk Vesturbæjar BeachÍ flokknum tónlistarverk vann verkið Vesturbæjar Beach eftir Snæfríði Sól Gunnarsdóttur. Dómnefnd skipaði Árni Sveinsson, Ugla Hauksdóttir and Þóra Hilmarsdóttir. Snæfríður hlýtur 250 000 krónur frá Tækjaleigunni KUKL og 250 000 króna peningaverðlaun frá Símanum. Klippa: BSÍ - Vesturbæjar Beach Ummæli dómnefndar: „Vesturbæjar Beach er verk sem er bæði fyndið og fullt af innsæi um trópikal paradís í Vesturbænum í Reykjavík. Sagan er sögð með miklum húmor og leikrænum tilþrifum og er full af óvæntum uppákomum. Hún fangar fullkomlega þá bjartsýni sem þarf til að búa á kaldri eyju. Verkið er lýsandi dæmi um hvað er hægt að gera þegar hugmyndin er góð þrátt fyrir lítil efni. Verkið fer með áhorfandann í ferðalag sem er hrein ánægja að upplifa allt frá upphafi til enda.“ Heimildarverk Brávallagata 12 Í flokki heimildarverka var það Brávallagata 12 eftir Birnu Ketilsdóttur Schram. Dómnefndina skipuðu þau: Anni Ólafsdóttir, Emanuele Gerosa and Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Verkefnið hlýtur 500 þúsund króna úttekt hjá tækjaleigunni KUKL og 500 þúsund króna peningaverðlaun frá Símanum. Eins og önnur vinningsverk mun verkið vera á dagskrá Síminn Sjónvarp og aðgengilegt í veitu Símans næstu 12 mánuði. Ummæli dómnefndar: „Kjörkuð tilraun þar sem ein taka afhjúpar fjölskyldu- dínamík og leyndarmál fyrir áhorfandanum. Það er eins og tími og rúm verði eitt þegar fjölskyldan stendur fyrir framan fjölskylduhús þeirra úr fortíðinni. Við fáum innsýn inn í hvað var og hvað varð ekki. Virkilega heiðarleg og sönn frásögn.“ Step Sérstaka tilnefningu hlaut myndin Step eftir Guðný Lind Þorsteinsdóttir. Ummæli dómnefndar: „Falleg myndataka og við fáum að skyggnast undir yfirborðið. Dregin er upp falleg mynd af dansara um leið og myrkari hliðar dansheimsins eru afhjúpaðar. Harkalegur sannleikurinn kallar fram tilfinningaþrungin viðbrögð en leggur jafnframt fram til lausn.“ Tilraunaverk CHRYSALIS Í flokki tilraunaverka var það verkið CHRYSALIS eftir Eydísi Eir Brynju- Björnsdóttur sem hlaut sigur úr býtum. Dómnefnd skipuðu Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Sigurður Guðjónsson og Vera Sölvadóttir. Í verðlaun hlaut CHRYSALIS 250 þúsund króna úttekt frá KUKL tækjaleigu og 250 þúsund króna verðlaun frá Símanum. Ummæli dómnefndar: „Myndin fer með þig í skipulagt sjónrænt ferðalag. Hún er full af fallegum formum og litum og leikmynd og hljóð spila fullkomlega saman. Persónuleg frásögn raddarinnar sem hljómar yfir gefur áhorfendum skýra innsýn inn í náið hugsanaferli aðalpersónunnar. Klippingin og samspil leikara og leiksviðs gera þessa mynd virkilega áhugaverða til áhorfs.”
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira