Aldrei fleiri aðfluttir Íslendingar umfram brottflutta Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 10:21 Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs Getty/HAGENS WORLD PHOTOGRAPHY Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020. Í fyrsta sinn á þessari öld er flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara jákvæður tvö ár í röð en þetta gerðist síðast árin 1999 og 2000. Þetta kemur fram í nýjum flutningstölum Hagstofu Íslands. Alls fluttust 10.944 til Íslands í fyrra samanborið við 10.429 árið 2020. Alls fluttust 6.024 manns frá landinu á síðasta ári samanborið við 7.994 árið 2020. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 4.092 manns sem er mikil hækkun miðað við síðasta ár en þó nokkuð lægra en árin þar á undan, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Svíþjóðar, eða 367, en næst flestir til Danmerkur eða 238. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.600 af 2.397. Flestir komu frá Danmörku eða alls 729. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands í fyrra eða 1.582 af 4.455. 1.926 af 8.547 aðfluttum erlendum ríkisborgurum komu þaðan á síðasta ári. Fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2021 var á aldursbilinu 20 til 29 ára, líkt og síðustu ár. Rúmlega 36% brottfluttra var á þessum aldri og rúmlega 39% aðfluttra. Tölur Hagstofunnar byggja á upplýsingum um breytingar á lögheimili í íbúaskrá Þjóðskrár. Búferlaflutningar eru gerðir upp á grundvelli skráningardags í Þjóðskrá en ekki ekki eftir því hvenær flutningur átti sér stað. Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Í fyrsta sinn á þessari öld er flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara jákvæður tvö ár í röð en þetta gerðist síðast árin 1999 og 2000. Þetta kemur fram í nýjum flutningstölum Hagstofu Íslands. Alls fluttust 10.944 til Íslands í fyrra samanborið við 10.429 árið 2020. Alls fluttust 6.024 manns frá landinu á síðasta ári samanborið við 7.994 árið 2020. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 4.092 manns sem er mikil hækkun miðað við síðasta ár en þó nokkuð lægra en árin þar á undan, að því er fram kemur í samantekt Hagstofunnar. Af þeim 1.569 íslensku ríkisborgurum sem fluttu af landi brott árið 2021 fóru 813 til Danmerkur, Svíþjóðar eða Noregs. Flestir fluttu til Svíþjóðar, eða 367, en næst flestir til Danmerkur eða 238. Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu einnig frá þessum löndum eða 1.600 af 2.397. Flestir komu frá Danmörku eða alls 729. Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands í fyrra eða 1.582 af 4.455. 1.926 af 8.547 aðfluttum erlendum ríkisborgurum komu þaðan á síðasta ári. Fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2021 var á aldursbilinu 20 til 29 ára, líkt og síðustu ár. Rúmlega 36% brottfluttra var á þessum aldri og rúmlega 39% aðfluttra. Tölur Hagstofunnar byggja á upplýsingum um breytingar á lögheimili í íbúaskrá Þjóðskrár. Búferlaflutningar eru gerðir upp á grundvelli skráningardags í Þjóðskrá en ekki ekki eftir því hvenær flutningur átti sér stað.
Íslendingar erlendis Innflytjendamál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira