Öryggi kostar – Alvarleg vanáætlun á mönnunarþörf í skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Hjalti Már Björnsson, Steinunn Þórðardóttir og Martin Ingi Sigurðsson skrifa 5. apríl 2022 13:01 Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun