Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:39 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna. Vísir/Vilhelm/Hari Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“ Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsát“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“
Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsát“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36