Umsækjendur látnir byggja flugvél með legókubbum undir dúndrandi tónlist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 20:01 Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Vísir/Egill Hátt í fimm þúsund manns sóttust eftir því að verða flugmenn og flugliðar hjá flugfélaginu Play, þegar auglýst var eftir umsóknum fyrr á þessu ári. Umsækjendur voru látnir byggja flugvél með legókubbum með háværa tónlist í eyrunum og spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn hefði spilað á trommur. Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin. Fréttir af flugi Play Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Flugfreyjustarfið hefur almennt verið sveipa ðeinhvers konar dýrðarljóma sem fagrar, brosmildar konur í háum hælum virtust einna helst hafa sóst eftir. Flug-tímarnir hafa sannarlega breyst því á meðan það var frekar undantekningin en reglan að halda út í heim, prúðbúinn að sjálfsögðu, eru utanlandsferðir orðnar mun hversdagslegri. En - þrátt fyrir breytta tíma er eitt sem hefur ekkert breyst. Flugfreyjustarfið, eða flugliðastarfið eins og það kallast í dag, er alveg jafn eftirsóknarvert, líka hjá körlum, og það sést einna helst á fjölda umsækjenda. Hátt í fimm þúsund manns sóttu nefnilega um starf hjá Play í sumar, en til að setja það ísamhengi eru það jafn margir og allir íbúar Grindavíkur og Sandgerðis samanlagt og fleiri en allir íbúar Seltjarnarness. „Vissulega eru þessi störf skemmtileg, en eru líka mjög krefjandi og henta ekkert öllum,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Play. Aðsóknin var sömuleiðis mikil hjá Icelandair, þar sem umsóknir um sumarstarf voru 1500 talsins, og um 540 verða ráðnir. Um 100 voru ráðnir hjá hinu nýja flugfélagi, Play. Umsóknarferlið var hins vegar ekki þrautalaust, umsækjendur fóru fyrst í viðtöl, svo hópaviðtöl, þar sem þau þurftu að leysa ýmis verkefni. „Við vorum meðal annars með verkefni þar sem fólk er undir mikilli truflun, látið byggja ákveðinn skúlptúr úr legókubbum, og hjálpast að blindandi,“ segir Jónína. Þá voru einnig hraðaspurningar og spurningakeppni þar sem umsækjendur voru meðal annars spurðir í hvaða hljómsveit forstjórinn, Birgir Jónsson, var. „Það mátti svara vitlaust en ég held að forstjóranum hafi fundist skemmtilegt þegar hann var sagður vera í Skítamóral og öðrum hljómsveitum,“ segir Jónína og hlær. En hljómsveitin Dimma var það víst. Og þau 100 sem komust áfram hafa undanfarnar vikur sótt þjálfun hjá Play og fóru meðal annars til Kaupmannahafnar þar sem þau lærðu réttu handtökin fyrir háloftin.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira