Sameining Sölvi Breiðfjörð skrifar 6. apríl 2022 12:00 Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi spurt sjálfan mig að því hvort ekki sé löngu tímabært að Reykjavík sameinist bæjarfélögunum hér í kring. Þá á ég við Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Það eru eflaust margir sem telja mig galinn að fara út í þessa umræðu þar sem fólk þarf oftast að vera svo fastheldið á sitt bæjarfélag og það kemur ekkert annað til greina en að þeirra bæjarfélag verði eins og það hefur alltaf verið. Það er eins og margir haldi að með sameiningu hverfi bæjarfélagið þeirra, eins og samfélagið þurrkist upp og hverfi...... það er nú ekki svo, við munum enn búa á sama stað, með sömu nágrannana, skólann, leikskólann og svo má lengi telja, þetta verður allt þarna áfram. Nú hefur undirritaður búið í þremur af þessum bæjarfélögum, Reykjavík frá 1970 – 1990 og svo í Kópavogi, hafnarfyrði og svo aftur í Reykjavík frá 2015 til dagsins í dag. Mér hefur liðið vél á öllum stöðunum en vissulega eru miklar breytingar á útgjöldum eins og fasteignagjöld, sorphirðan, hiti, vatn, þjónusta við fatlaða, snjómokstur, skólagjöld og svo framvegis. Þessir hlutir eru svosem breytilegir og við sameiningu getum við lagað þetta allt til muna svo að allir geta notið góðs af og setið við sama borð. Það er margt sem breytist en bæjarfélögin munu áfram líta eins út og áður og myndu jú breytast úr því að vera bæjarfélag yfir í að verða stórborg með mörgum hverfum og úthverfum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er stór ákvörðun en alls ekki galin. Þetta er ekkert öðruvísi en sameining smærri sveitarfélaga úti á landi sem svo margir hafa talað um. Það er einmitt verið að sameina þau til að ná hagræðingu í rekstri sem og til að bæta alla almenna félagsþjónustu. Markmið sameiningar er að ná hagræðingu í rekstri og geta boði betri félagslegri þjónustu sem og fleira. Ávinningur sameiningar er meiri hagræðing: Yfirbyggingin minkar og þar af leiðandi minni launakostnaður og launatengd gjöld til Borgarstjórnar/Bæjarstjórnar. Allur almennur rekstur lækkar. Betri þjónusta við fatlaða. Mikil hagræðing í rekstri leikskóla sem og grunnskóla. Í þessum málum er hagstæðara að vera með eina stórborg en margar litlar einingar. Reykjavík er og verður höfuðborg Íslands og ef við horfum á þetta úr lofti, þá sjáið þið öll þessi bæjarfélög saman í einni þéttri byggð. Væri ekki bara fínt að sameina þetta í eina stóra Reykjavík með aðeins stærri borgarstjórn. Þá myndum við sameina yfirbyggingu allra fimm bæjarfélagana í eina Borgarstjórn. Yfirbyggingin myndi minka umtalsvert. Á heildina litið held ég að ávinningurinn væri mun meiri en minni og því hvet ég ríkið til að stuðla að sameiningu bæjarfélagana við Borgina. Ég þykist vita að viðræður kæmu líklega aldrei frá bæjarfélögunum þar sem það vill enginn missa spón úr aski sínum og missa jafnvel starfið sem þeir eru í. En það þarf að horfa á heildarmyndina í þessu samhengi og láta hagsmuni fárra aðila víkja fyrir stærri. Takk kærlega fyrir að lesa og ég vil benda á að ég er enginn sérfræðingur og þarf ekki alltaf að hafa rétt fyrir mér en svona sé ég þetta og væri gaman að vita hvort einhverjir væru á sama máli. Höfundur er ráðgjafi.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun