Góðærisblinda Landsvirkjunar Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 09:00 Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Umhverfismál Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Stjórnendum Landsvirkjunar varð tíðrætt um það á ársfundi nýverið að fyrirtækið ætlaði að taka vel á móti framtíðinni. Það var augljóst af kynningum á fundinum að þessi framtíð felur í sér gjörnýtingu íslenskra vatnsfalla og jarðhitasvæða. Því til réttlætingar var t.d. vísað í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem segir að ná eigi fullum orkuskiptum 2040 og Ísland verði þá óháð jarðefnaeldsneyti. Stjórnendum Landsvirkjunar varð líka tíðrætt um nýlega orkuskýrslu umhverfisráðherra og virðast líta á orkufrekustu sviðsmynd hennar sem verkefnahandbók fyrir fyrirtækið. Samkvæmt sviðsmyndum skýrslunnar þarf að auka orkuframleiðslu um 68% til 124% til 2040 ef ná á ,,fullum orkuskiptum“. Það eru 13.000 til 23.694 nýjar gígawattstundir (GWs) á átján árum, eða þrjár til fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir. Kárahnjúkavirkjun er að vísu svo óvenju stór virkjun á íslenskan mælikvarða að það væri kannski eðlilegra að miða við virkjun sem er nær meðalstærð virkjana hér á landi, t.d. Blönduvirkjun sem hefur 720 GWs orkugetu. Framtíðarsýn Landsvirkjunar er þá að reisa 18 til 33 slíkar virkjanir á næstu 18 árum. En Blönduvirkjun verður víst ekki reist nema einu sinni. Og hvaða svæði þarf þá að leggja undir virkjanir til að framtíð Landsvirkjunar og ríkisstjórnarinnar verði að veruleika? Nefnum nokkur: Hrafnarbjargavirkjun (585 GWs) og Fljótshnjútsvirkjun (405 GWs) í Skjálfandafljóti. Þær myndu eyðileggja Aldeyjarfoss og fleiri náttúruverðmæta í fljótinu. Svæðin eru auk þess í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt þeim tillögum sem liggja nú fyrir Alþingi. Skatastaðavirkjun (1090 GWs) og Villinganesvirkjun (215 GWs) í Jökulsánum í Skagafirði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar samkvæmt tillögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Hvamms- (720 GWs), Holta- (450 GWs) og Urriðafossvirkjunar í neðri hluta Þjórsár (1037 GWs). Þetta eru umdeildar virkjanir, enda fyrstu stórvirkjanir Landsvirkjunar í byggð sem hefðu auk þess neikvæð áhrif á stærsta villta laxastofn landsins og þurrkuðu upp vatnsmesta foss landsins. Stækkun Blönduveitu (195 GWs) og vindmyllur í Blöndulundi (350 GWs). Vindmyllur í Búrfellslundi (300 GWs). Stækkun Kröfluvirkjunar (370 GWs). Hvalárvirkjunar í Árneshreppi (320 GWs) sem er mjög umdeildur og óhagkvæmur virkjanakostur og Austurgilsvirkjun á Vestjörðum (228 GWs) Hagavatnsvirkjun (120 GWs) og Skrokkalda á hálendinu (260 GWs) sem hafa mætt harðri andstöðu ferðaþjónustu og náttúruverndarfólks. Eldvörp á Reykjanesi (410 GWs) og Trölladyngja (410 GWs). Einhver fallegustu jarðhitasvæði landsins í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Bjarnarflagsvirkjun við Mývatn (756 GWs). Virkjunin gæti haft neikvæð áhrif á ómetanlegt lífríki vatnsins og er auk þess í jaðri þorpsins í Reykjahlíð. Hverfisfljótsvirkjun (244 GWs), Hólmsárvirkjun (480 GWs) og Búlandsvirkjun (1057 GWs) í Skaftárhreppi. Allt virkjanir sem myndu spilla ægifögru svæði á hálendisjaðrinum. Nú verð ég að viðurkenna að mig þrýtur ímyndunarafl til að telja upp fleiri mögulega virkjanakosti og þá vantar enn rúmar 3.000 GWs til að ná upp í neðri mörk þess sem Landsvirkjun segist ætla að virkja á næstu átján árum. Og í þessari upptalningu eru margar virkjanir sem öllum á að vera ljóst að verða aldrei að veruleika vegna ríkra náttúruverndarahagsmuna, andstöðu heimamanna og vandræða við nýtingu jarðhitasvæða. Með því að leggja raunhæft mat á ofangreindan lista má álykta að hér verði í mesta lagi hægt að virkja um 3.000 til 4.000 GWs á næstu árum og áratugum, eða sem samsvarar eins og einni Kárahnjúkavirkjun eða fimm Blönduvirkjunum. Það er 20% aukning miðað við framleiðslugetu virkjana árið 2020, eitthvað sem þætti dágott hjá flestum þjóðum og myndi duga okkur fyrir rafvæðingu bílaflotans og vel rúmlega það. Það er ekki mjög hughreystandi að horfa upp á forystu Landsvirkjunar tapa jarðtengingu með tali um tvöföldun raforkuframleiðslu á fáum árum. Við getum rétt ímyndað okkur hvaða efnahagslegu áhrif það hefði ef hér ætti að reisa fimm Kárahnjúkavirkjanir á tveimur áratugum. Það þarf ekki langskólanám í hagfræði til að sjá fyrir sér að Seðlabankinn þyrfti að grípa til verulegra vaxtahækkana til að kæla hagkerfið, skortur yrði á vinnuafli í öðrum atvinnugreinum og húsnæðisskortur myndi aukast vegna mikils innflutnings verkafólks. En kannski má rekja þetta óraunsæi forystu Landsvirkjunar til þess að fyrirtækið nýtur nú óvenju góðs rekstrarumhverfis þar sem afurðaverð er í hæstu hæðum og vaxtakjör með besta móti. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem íslenskir athafnamenn eru slegnir góðærisblindu rétt áður en vaxtahækkanir og leiðrétting verðlags á heimsmarkaði kippa þeim aftur niður á jörðina. Tökum vel á móti framtíðinni, en reynum að gera það með sæmilegu raunsæi. Virkjum það litla sem við þurfum til að rafvæða bílaflotann, en dokum svo við til að sjá hvort og þá hvaða tæknilausnir verða þróaðar fyrir orkuskipti í samgöngum á sjó og í lofti. Það er ástæðulaust að hefja stórkostleg átök um virkjanamál fyrr en að það liggur ljóst fyrir hvort virkjana sé þörf. Höfundur er áhugamaður um náttúruvernd
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun