Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 10:34 Verslun ELKO í Lindum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni. Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni.
Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira