Stefnt að einu ríki frá upphafi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 16:00 Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun