„Mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var sáttur með fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi er liðin mættust í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu leikinn 5-0. „Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
„Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15
„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30