Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 16:21 Halldóra Mogensen þingmaður Pírata tilkynnti að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund til að ræða þá kröfu stjórnarandstöðu að skipuð verði rannsóknarnefnd Alþingis sem fara eigi í saumana á umdeildu útboði, sem fram fór fyrir tveimur vikum, á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar. Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Verið var að ræða Hollustuhætti og mengunarvarnir en áður stefndi í að þingmenn stjórnarandstöðunnar myndu taka þingið í gíslingu, eins og það kallast; en þar kröfðust þeir að tekið yrði tillit til kröfu sem sett hefur verið um að tekin verði afstaða til tillögu um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara í saumana á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Útboðið sem fram fór fyrir tveimur vikum hefur sætt harðri gagnrýni og hefur meðal annars Sigríður Benediktsdóttir hagfræðingur við Yale háskóla, en hún átti sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis sem rannsakaði bankahrunið 2008, sagt að hún telji að lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tilkynnti nú rétt í þessu að forseti Alþingis hafi boðað þingflokksformenn á fund vegna málsins. „Mér þykir ótrúlegt að við þingmenn þurfum að koma hérna upp trekk í trekk í trekk í marga klukkutíma, í fundarstjórn forseta, til að fara fram á jafn sjálfsagðan hlut og að hlé sé gert á þingfundi til að ræða niðurstöðu í risastóru máli sem varðar traust almennings á bankakerfinu, ráðherra og ríkisstjórninni. Það er loksins komið en því miður búið að taka alltof langan tíma,“ sagði Halldóra sem vonaðist til að takist að ná sátt í málinu. Stjórnarliðar hafa lagt á það áherslu, í umræðu á þinginu í dag, að skipa megi rannsóknarnefnd eftir að ríkisendurskoðun hefur farið yfir málið. Stjórnarandstaðan hefur á móti bent á að það sé óþarfur millileikur, rannsóknarnefnd hafi miklu víðtækari heimildir; Halldóra líkti því fyrr í dag við að menn tækju sér til handagagns skrúfjárn fyrst þegar fyrir lægi að það þyrfti hamar.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14