Ef ekki nú, -hvenær þá? Bjartey Ásmundsdóttir skrifar 9. apríl 2022 14:01 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun