Hverjir tryggja fæðuöryggi á Íslandi? Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Erna Bjarnadóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. apríl sl. birtist fréttatilkynning frá matvælaráðuneytinu (tengill hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/04/04/Tollkvoti-vegna-innfluttra-landbunadarvara-fra-ESB-framlengdur/) um að framlengt hefði verið tímabil til ráðstöfunar tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarvara frá ríkjum ESB. Um er að ræða nýtingartímabilið 1. janúar til 30. apríl 2022 og framlengir ráðuneytið gildistímann til 30. júní nk. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins er síðan vitnað í að borist hafi erindi frá Félagi atvinnurekenda (FA) og sagt að snúnara hafi orðið að útvega ýmsar vörur eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Röksemdafærsla Félags atvinnurekenda Það er áhugavert að rýna í þennan texta en þó enn frekar sjálft erindi FA. Af því má ráða að matvælaráðuneytið hafi upphaflega synjað beiðni um framlengingu gildistíma tollkvóta og því hafi FA sent formlegt erindi. Þar segir orðrétt: „Okkur finnst að hér sé ekki horft til þeirra sérstöku aðstæðna, sem nú eru uppi á evrópskum matvörumarkaði vegna styrjaldarinnar í Úkraínu. Takist innflytjendum ekki að finna vörur til að fylla kvótann, verða þær ekki fluttar inn og það fé, sem greitt var fyrir kvótann, er í raun tapað. Af þessu leiðir tvennt; lægri birgðastaða og að verð á öðrum vörum þarf að hækka meira en ella til að bæta tjónið. Hvorugt er í þágu fæðuöryggis.“ Fæðuöryggi er alvörumál Ja, öðru vísi mér áður brá! Hvað er Félag atvinnurekenda að segja hér? Er slíkur vöruskortur nú í Evrópu að ekki sé unnt að afla nauðsynlegra matvæla? Sé svo er betra að það sé sagt hreint út., því slíkt er greinileg ógn við fæðuöryggi landsmanna. Það er vissulega mikið alvörumál fyrir þjóðina ef þau viðskiptasambönd við útlönd sem m.a. félagar í FA hafa byggt upp, duga ekki til að tryggja nauðsynleg aðföng þegar á reynir. Allra hluta vegna skulum við vona að ástand mála versni ekki enn frekar, en slíkt getur því miður gerst. Af þessum aðstæðum ættum við - sem erum af þeirri kynslóð sem ekki hefur þurft áður að upplifa slíka ógnartíma svo nærri okkur – að draga ákveðinn lærdóm. Við eigum ekki að tala fjálglega eins og sá sem allt veit og allt skilur þegar verið er að ræða almannahagsmuni eins og fæðuöryggi þjóðarinnar. Almannahagsmuni, eins og fæðuöryggi, verður að nálgast í umræðunni á þann veg að þröngir sérhagsmunir víki. Umræðan og ákvarðanir verði að snúast af meginþunga um það sem við getum gert í okkar umhverfi og landi og hvernig við getum tryggt að svo verði. Sem þjóð höfum við allar heimildir til að koma okkar málum svo fyrir með lögum og reglum. Það gera nágrannaþjóðir okkar hiklaust. Leiðir til að tryggja fæðuöryggi Óhætt er að fullyrða að við lifum á víðsjárverðum tímum. Þá skiptir grundvallarmáli að stjórnvöld hagi viðbrögðum sínum þannig að hagsmuna lands og þjóðar sé gætt í hvívetna og að ákvarðanir valdi ekki tjóni. Sama dag og fréttatilkynning ráðuneytisins birtist, hélt norskur sérfræðingur erindi um fæðuöryggi í streymi á vegum Auðhumlu - samvinnufélags bænda. Hann var með skýr skilaboð til okkar. Til að treysta fæðuöryggi þjóða á norðlægum slóðum er best að treysta framleiðslu þeirra afurða sem henta við okkar aðstæður. Hér eru það fyrst og fremst búfjárafurðir og garðyrkjuafurðir. Um leið er æskilegt að treysta stoðir fóðurframleiðslu s.s. með aukinni kornrækt. Sem dæmi hafa norsk stjórnvöld gefið út að þau muni tryggja að norskir bændur fá nægar tekjur til að standa undir kostnaði við framleiðslu á öllu korni sem þeir geta mögulega ræktað í sumar. Þetta er ein þeirra aðgerða sem Norðmenn hafa valið til að treysta fæðuöryggi sitt. Uppbygging áburðarverksmiðju hér á landi er sömuleiðis aðgerð sem mun treysta fæðuöryggi okkar. Er núverandi staða ekki staðfesting þessa að þörf er á að grípa til víðtækra aðgerða? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun