Sverrir Þór: Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:00 Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Bára Spennustigið var í hæstu hæðum í Grindavík í kvöld þar sem heimamenn lögðu Íslandsmeistara Þórs með einu stigi eftir sigurkörfu frá EC Matthews. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sigrarnir gerðust vart mikið sætari en þessi. „Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
„Þetta var mjög sætt. Svaðaleg spenna hérna í restina og við setjum stóra körfu. Það eru nokkrar sekúndur eftir og þeir fá skot, sem að reyndar hefði ekki átt að koma. Við klikkuðum aðeins hérna á smotteríi í restina þannig að hann fær svolítið opnara skot. En það skiptir ekki öllu, þetta snerist bara um að fara héðan með sigur og jafna einvígið,“ sagði Sverrir Þór. Það voru enn rúmar þrjár sekúndur eftir á klukkunni þegar EC kom Grindvíkingum yfir og Þórsarar fengu því einn séns í lokin, og það var Luciano Massarelli sem tók síðasta skotið, óþarflega opinn kannski og búinn að hitta vel í leiknum. Var Sverrir stressaður þegar hann sá skotið ríða af? „Ég væri að ljúga ef ég segðist hafa verið alveg sultuslakur. Auðvitað þegar góður skotmaður fer upp í skot þá er alltaf möguleiki á að hann fari ofan í. En ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég var bara ánægður þegar boltinn skoppaði af hringnum og tíminn að fjara út. En við komum hérna í kvöld og ætluðum að jafna einvígið. Við gerðum það og það er það sem skiptir öllu máli. Ivan Aurrecoechea átti hörkuleik fyrir Grindvíkinga og setti mikla pressu á vörn Þórsara í teignum. Ivan virkaði á köflum ansi pirraður út í dómarana og fannst hann ekki uppskera mikið hjá þeim í kvöld. Gat Sverrir tekið undir þessar kvartanir? „Mér fannst það og sagði það einmitt við þá. En það er bara eins og það er, þeir dæma eins og þeim finnst þeir sjá þetta og maður þarf bara að sætta sig við það. Stundum detta dómarnir með þér og stundum ekki. En hann er sterkur og ég væri alveg til í að sjá hann fá aðeins meira dæmt þegar hann er að fara á körfuna.“ EC Matthews hreinlega tók leikinn yfir undir lokin, skoraði 16 stig af sínum 36 stigum í kvöld í 4. leikhluta og kórónaði leik sinn með sigurkörfunni. Sverrir hlýtur að vera sáttur með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir slaka frammistöðu EC í fyrsta leiknum „Hann var frábær. Eftir að hafa varla mætt í fyrsta leikinn og verið ólíkur sjálfum sér. Hann var frábær í kvöld og klárar þetta með sigurkörfunni. Svo að vonandi heldur hann sér í þessum gír. Hann á að vera í svona gír af því að hann er það hæfileikaríkur og góður leikmaður.“
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira