Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 23:12 Það skíðlogar enn í hreinsistöðinni. Aðsend Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28