Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:24 Flokkunarhúsið þar sem eldurinn kviknaði í gær er nú gjörónýtt. Mynd/Helgi Helgason Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28