Skipta ORF Líftækni upp í tvö félög Atli Ísleifsson skrifar 11. apríl 2022 12:55 Liv Bergþórsdóttir tók við forstjórastöðunni hjá ORF Líftækni árið 2020. ORF ORF Líftækni hefur verið skipt upp í tvö aðskilin fyrirtæki; ORF Líftækni og svo BIOEFFECT Holding ehf. Þetta var samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrir helgi. Liv Bergþórsdóttir forstjóri mun starfa áfram sem forstjóri beggja félaga en verður síðan forstjóri BIOEFFECT. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021. Líftækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að undanfarið ár hafi verið unnið að nýrri stefnu og framtíðarsýn fyrir ORF Líftækni. „Hin nýja stefna byggir á þeirri sýn að ORF Líftækni sé í raun tvær ólíkar rekstrareiningar sem eftir að hafa notið samlegðar í gegnum árin standi nú frammi fyrir betri tækifærum með aðskildum rekstri: BIOEFFECT með sjálfstæðri starfsemi fyrir húðvörur og ORF Líftækni sem sjálfstæð starfsemi fyrir vaxtaþætti.“ Því hafi verið unnið að uppskiptingu ORF Líftækni í tvö aðskilin fyrirtæki en við skiptinguna munu eignir félagsins skiptast á milli ORF Líftækni hf. og BIOEFFECT Holding ehf. „Miðar skiptingin við 1. janúar 2022 og var hún samþykkt einróma af hluthöfum á aðalfundi félagsins 8. apríl 2022 en yfir 90% hluthafa sóttu fundinn. Á aðalfundinum var ennfremur samþykkt tillaga stjórnar um útgáfu breytanlegra skuldabréfa fyrir allt að 500 milljónir króna i ORF Líftækni. Þá er frekari fjármögnun í undirbúningi fyrir ORF Líftækni sem áætlað er að geti numið allt að 25 milljónum Evra eða um 3,5 milljörðum króna og ætlunin er að sækja þá fjármögnun til nýrra erlendra og sérhæfðra fagfjárfesta. Liv Bergþórsdóttir sem hefur verið forstjóri félagsins í 2 ár mun áfram starfa sem forstjóri beggja félaganna en síðan verða forstjóri BIOEFFECT í framhaldi af ráðningu stjórnar á nýjum forstjóra til að leiða ORF Líftækni,“ segir í tilkynningunni. 23 milljóna hagnaður Ennfremur segir að heildarvelta ORF Líftækni árið 2021 hafi numið 2.179 milljónum króna og hafi hækkað um 20 prósent frá árinu áður. Hagnaður ársins nam 23,5 milljónum króna í samanburði við 146 milljóna króna tap árið 2020. Sjálfkjörið var í stjórn Orf Líftækni hf. en hana skipa; Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Guðbjarni Eggertsson, Sigríður Elín Sigfúsdóttir, Knútur Dúi Kristján Zimsen og Sigtryggur Hilmarsson sem er jafnframt stjórnarformaður. Sama stjórn situr í báðum félögum, ORF Líftækni og BIOEFFECT Holding. Stjórn lagði til að ekki yrði greiddur út arður á árinu 2022 vegna ársins 2021.
Líftækni Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent