Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:34 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira