Tiger Woods ætlar sér að spila á The Open Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Tiger Woods þakkar fyrir sig eftir Masters-mótið sem fram fór um helgina. Hann ætlar sér að vera með á The Open í júlí. Gregory Shamus/Getty Images Tiger Woods, einn besti kyflingur allra tíma, hefur staðfest að hann ætli sér að vera með á The Open-meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í júlí. Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna breska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna breska Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira