Telja að bensínsprengja hafi verið notuð til að kveikja í húsnæði velferðarsviðs Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 18:02 Starfsmenn velferðarsviðs þurfa aftur að venjast heimavinnu eftir endalok samkomubanns. Vísir/Vilhelm Eldur kviknaði í húsakynnum velferðarsviðs Kópavogsbæjar í nótt og er sterkur grunur um íkveikju. Skrifstofa sviðsins var lokuð í dag vegna þessa og telur lögregla að bensínsprengja, eða svokallaður molotov-kokteill, hafi verið notaður til að kveikja eldinn. RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta. Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá málinu en slökkviliði barst tilkynning um eldsvoðann fljótlega eftir miðnætti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en mikil vinna fór í að reykræsta skrifstofurnar, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þónokkrar skemmdir urðu á húsnæðinu og má búast við því að rúmlega fimmtíu starfsmenn sviðsins geti ekki snúið aftur þangað til starfa fyrr en í lok þessa mánaðar eða byrjun maí. Mun starfsfólkið því stunda fjarvinnu á næstunni en viðgerðir eru þegar hafnar, að sögn Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Kópavogsbæjar. Koðnað fljótt niður Ekki náðist í fulltrúa lögreglunnar í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en samkvæmt nýjustu upplýsingum Sigríðar hefur lögregla ekki enn haft hendur í hári gerandans. Hún staðfestir jafnframt að lögregla gruni að sá hafi notað svokallaðan molotov-kokteil. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið sent á staðinn þegar tilkynning barst um eldsvoðann í nótt. Þar hafi verið mikill eldur í upphafi en hann fljótlega koðnað niður. Nokkuð hafi verið um reyk- og brunaskemmdir og mest vinna farið í að slökkva glæður og reykræsta.
Kópavogur Slökkvilið Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira