Minnst tíu skotnir og 29 fluttir á sjúkrahús Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 00:00 Margir farþegar lágu í sárum sínum á lestarpöllum eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang. AP/Will B Wylde Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð. Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50