Hækkandi áburðarverð ógnar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi á heimsvísu Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:01 Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hefur fæðuöryggi æ oftar borið á góma, fyrst vegna áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 á aðfangakeðjur heims og nú vegna stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Í nýrri útgáfu AMIS[1] á greiningu á mörkuðum fyrir landbúnaðarvörur og helstu aðföng, er farið yfir þróun og horfur áburðarverðs[2]. Í marsmánuði einum voru hækkanir mældar í tveggja stafa tölum. Ammóníum, sem er ásamt þvagefni undirstaða köfnunarefnis áburðar (N), hækkaði í mars um 14,9% frá fyrra mánuði, á heimsvísu . Síðastliðna 12 mánuði nemur hækkunin nú tæplega 180%. Á Evrópumarkaði nemur hækkunin nærri 200% á 12 mánaða tímabili. Á Bandaríkjamarkaði hefur verð á fosfati hækkað um tæp 80%. Á sama tíma hefur kalíum áburður hefur hækkað um ríflega 142%. Vegna ástandsins í Úkraínu og viðskiptabanns á Rússland birtir AMIS ekki tölur um verðþróun á fosfati og kalíum fyrir Svartahafssvæðið, eins og venja hefur verið. Útflutningsbönn og viðskiptaþvinganir Útflutningur á áburði frá Rússlandi hefur nú að miklu leyti stöðvast vegna viðskiptaþvingana. Þá lagði landbúnaðarráðuneytið í Úkraínu í reynd bann við útflutningi á tilbúnum áburði frá og með 12 mars sl., til að verja innlendan markað. Þá hefur útflutningur á kalíum frá Hvíta Rússlandi sem og Rússlandi, einnig stöðvast en þessi tvö lönd framleiða 40% kalíum áburðar í heiminum. Áður hafði Kína bannað útflutning á fosfati til að tryggja framboð þess til eigin landbúnaðar, sem eykur enn á verðhækkanir á heimsvísu. Framboð á hveiti og maís dregst saman Jarðgas hefur hækkað um 87,3% síðustu 12 mánuði samkvæmt AMIS, þar af 3,1% milli febrúar og mars 2022 , en jarðgas er mikilvægur orkugjafi við áburðarframleiðslu heimsins. Þessar gríðarlegu hækkanir á áburði sem og hækkun á verði annarra aðfanga til landbúnaðar ógna nú lífskjörum fólks um heim allan. Búist var við að Úkraína myndi flytja út 20 milljón tonn af hveiti og maís á tímabilinu febrúar til maí nú í ár. Hlutdeild Úkraínu í heimsmarkaði hveitis er um 8% og 13% fyrir maís (www.worldstopexports.com). Nú eru innviðir í landinu stórskemmdir og óljóst er hve mikil áhrif þess verða til framtíðar. Þá skortir vinnuafl, eldsneyti og áburð og akrar hafa spillst. Auk þess eru bændur ekki öruggir við störf sín vegna átakanna og afleiðinga þeirra. Því eru miklar áhyggjur af því hve mikið framboð verður á kornvörum og jurtaolíu frá Úkraínu á komandi uppskeru ári (2022/2023). Til skemmri tíma hið minnsta mun það leiða til skorts á þessum matvælum á heimsmarkaði. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS. [1] Agrigultural Market Information System [2] http://www.amis-outlook.org/fileadmin/user_upload/amis/docs/Market_monitor/AMIS_Market_Monitor_current.pdf
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun