Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2022 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21
Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?