Feilskot við Nýló Helgi Sæmundur Helgason skrifar 13. apríl 2022 17:01 Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styttur og útilistaverk Kynþáttafordómar Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1938 mótaði afi minn Ásmundur Sveinsson myndhöggvari mynd sem hann kallaði Fyrsta hvíta móðirin. Verk þetta sýnir Guðríði Þorbjarnardóttur en talið er að hún hafi verið fyrsta evrópska konan sem ól barn í Ameríku og var það um árið 1000. Verkið var sýnt á heimssýningunni í New York árið 1939. Það eintak er eftir því sem ég best veit týnt en fjórar afsteypur af verkinu eru til, ein á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, önnur í Glaumbæ í Skagafirði þar sem Guðríður bjó síðustu æviárin, þriðja í Ottawa í Kanada og sú fjórða í bókasafni páfa í Róm. Á dögunum bárust þær fréttir að tvær listakonur, Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, hefðu stolið styttunni á Laugarbrekku og komið henni fyrir í einhvers konar eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið. Í viðtali við Vísi þann 11. apríl sl. kemur fram að listakonurnar telja verkið rasískt. Með þessum orðum er vegið harkalega að æru Ásmundar og okkur afkomendum hans sárnar þau mjög. Verkinu er aðeins ætlað að heiðra minningu Guðríðar og þótt titill þess stuði listakonurnar þá hefur hann ekkert með kynþáttafordóma að gera. Augljóst er að vísun til hvíts húðlitar Guðríðar í titli verksins gefur ein og sér ekki tilefni til þeirrar ályktunar að hann feli í sér einhvers konar upphafningu á hennar kynstofni á kostnað einhvers annars. Við sem þekktum Ásmund vitum að það var sannarlega ekki þetta sem vakti fyrir honum við gerð verksins. Þá er það með öllu órökstutt af listakonunum að uppsetning verksins árið 1939 tengist stefnu Íslands „á þeim tímapunkti gagnvart flóttamönnum af gyðingaættum.“ Verkið var eins og áður sagði fyrst sýnt á heimssýningunni í New York en sumir telja að í Vínlandsreisu sinni hafi Guðríður og Þorfinnur karlsefni þriðji eiginmaður hennar náð suður til Manhattan-eyjar. Því miður vekur þessi gjörningur listakvennanna óþægileg hugrenningatengsl við nýleg niðurbrot á styttum í Vesturheimi af herforingjum Suðurríkjanna í þrælastríðinu. Þar fóru menn sem sannarlega voru rasistar og iðkuðu þann ósóma í störfum sínum. Styttur af slíkum mönnum mega miklu fremur enda sem geimrusl en styttan af Guðríði og Snorra litla. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar