Þjónar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 13. apríl 2022 17:30 Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun