Ásdís Halla nýr ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 16:55 Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið ráðin ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. STJR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefr skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra. Alls sóttu átta um stöðuna, sem var auglýst 3. febrúar og rann umsóknarfrestur út 28. febrúar. Fram kemur í tilkynningu að hæfnisnefnd hafi metið tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættinu, ráðherra hafi í kjölfarið boðað þá til viðtals og var það mat ráðherra að Ásdís Halla væri hæfust umsækjenda. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri efnahags- og fjármálaráðuneytis, annaðist skipunarferlið. Ásdís Halla var í byrjun desember ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og í lok janúar tilkynnt að hún yrði tímabundin sett ráðuneytisstjóri. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mars að Áslaugu Örnu hafi verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Fram kemur í tilkynningunni að Ásdís Halla hafi lokið meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu í Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún hafi lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hún hafi þar að auki fjölþætta reynslu bæði úr stjórnsýslunni og atvinnulífinu. Hún hafi meðal annars verið bæjarstjóri í Garðabæ í um fimm ár, forstjóri Byko, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, átt sæti í háskólaráði Háskólans á Bifröst og háskólaráði Kennaraháskólans og setið í stjórn Nova. Undanfarin ár hafi hún komið að stofnun og rekstri farsælla nýsköpunarfyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum. Þá hafi hún víðtæka reynslu af stefnumótun og áætlanagerð bæði í störfum sínum hjá hinu opinbera og úr atvinnulífinu. Hún hafi mikla reynslu sem stjórnandi, hafi borið ábyrgð á fjölbreyttum rekstri og stýrt fjölda starfsmanna frá árinu 2000. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að hæfnisnefnd hafi metið tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættinu, ráðherra hafi í kjölfarið boðað þá til viðtals og var það mat ráðherra að Ásdís Halla væri hæfust umsækjenda. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri efnahags- og fjármálaráðuneytis, annaðist skipunarferlið. Ásdís Halla var í byrjun desember ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og í lok janúar tilkynnt að hún yrði tímabundin sett ráðuneytisstjóri. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í byrjun mars að Áslaugu Örnu hafi verið óheimilt að setja Ásdísi Höllu sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Fram kemur í tilkynningunni að Ásdís Halla hafi lokið meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu í Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún hafi lokið BA gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hún hafi þar að auki fjölþætta reynslu bæði úr stjórnsýslunni og atvinnulífinu. Hún hafi meðal annars verið bæjarstjóri í Garðabæ í um fimm ár, forstjóri Byko, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, átt sæti í háskólaráði Háskólans á Bifröst og háskólaráði Kennaraháskólans og setið í stjórn Nova. Undanfarin ár hafi hún komið að stofnun og rekstri farsælla nýsköpunarfyrirtækja í heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt því að sinna ritstörfum. Þá hafi hún víðtæka reynslu af stefnumótun og áætlanagerð bæði í störfum sínum hjá hinu opinbera og úr atvinnulífinu. Hún hafi mikla reynslu sem stjórnandi, hafi borið ábyrgð á fjölbreyttum rekstri og stýrt fjölda starfsmanna frá árinu 2000.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56 Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. 4. mars 2022 12:56
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. 3. mars 2022 10:11