Foreldrar í Fortnite um páskana María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 09:00 Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun