Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2022 08:49 Skjáskot af upptöku úr búkmyndavél lögreglumannsins sem skaut Lyoya. Skjáskot Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira