Hrútskýringar Bankasýslu ríkisins á lokuðu útboði hlutabréfa í Íslandsbanka Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 11:31 Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Salan á Íslandsbanka Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hámhorf vikunnar hefur óneitanlega verið fréttaflutningur af eftiráskýringum ráðherra ríkisstjórnarinnar og forsvarsmanna Bankasýslunnar á lokuðu útboði hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Í frétt á Stundinni í morgun, 14. apríl, https://stundin.is/grein/15106/bankasyslan-veitti-soluadilum-sjalfdaemi-vid-solu-hlutabrefa-i-islandsbanka/, segir: „Forstjóri Bankasýslu ríkisins, Jón Gunnar Jónsson, segir að treysta þurfi bönkum og verðbréfabréfafyrirtækjum sem sjá um útboð á hlutabréfum fyrir íslenska ríkið.“ Jahá! Hefur sami forstjóri kannað hvort það segi eitthvað um það í lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum (nr. 155/2012). Þar segir skýrt: „3. gr. Meginreglur við sölumeðferð.Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Í 4. grein sömu laga segir síðan að Bankasýsla ríkisins sjái um slíka sölu. Það er því skýrt að ábyrgðin á framkvæmdinni er Bankasýslunnar. Hún getur ekki vísað henni „út í bæ“, hvorki á skiptiborðið í regluvörslu Íslandsbanka né kaffivélar verðbréfamiðlara. Forstjórinn virðist hins vegar bregða á það ráð í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, (https://www.visir.is/g/20222248416d/mikill-hagsmunaarekstur-og-vonbrigdi-ef-radgjafar-keyptu-i-utbodinu?fbclid=IwAR3h-uKzwEik_6iYuc8IJJ8sk3sV-TkWDOBz9vowaa3ff-b5HM1fNPP5Qf8). Í fréttinni segir m.a.: „Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna.“ Hann gefur jafnvel til kynna að Bankasýslan kunni að setja fram „...kröfur í samræmi við þá góðu stjórnsýsluhætti og viðskiptahætti sem okkur ber að viðhafa.“ Það var og! Samt leyfir forstjórinn sér að hafna því að það hafi verið annmarkar á sölunni af hálfu Bankasýslunnar. En átti ekki einmitt Bankasýslan að tryggja að ekki kæmi til hagsmunaárekstra eða þess að orðspor „fyrirtækjanna“ skaðaðist. Hlutverk Bankasýslunnar er skýrt að lögum Í fyrrnefndri frétt Stundarinnar segir að fjármálaeftirlit Seðlabankans hafi nú m.a. til skoðunar skilgreiningu á fagfjárfestum hafi verið breytt í aðdraganda útboðsins. En hefði ekki einmitt Bankasýslan átt að fara yfir skilgreiningar þeirra sem önnuðust söluna fyrirfram og mögulega setja eigin viðmið til að ná markmiðum sölunnar? Það síðan að það þurfi að vera til skoðunar hvort reglur um innherjaviðskipti hafi verið brotnar er grafalvarlegt. Þá virðist sem kaupendur hlutabréfa hafi í einhverjum tilfellum fengið lán til kaupanna, jafnvel hjá fjármálastofnunum sem önnuðust söluna. Slíkt kann að vera löglegt en stendur fráleitt öllum til boða. Stangast það mögulega á við fyrrnefnda 3. gr. laga nr. 155/2012? Almenningur sem keypti í fyrra útboði á bréfum í bankanum greiddi í þeim tilvikum sem ég þekki til, fyrir þau með hefðbundinni millifærslu í heimabanka. Það er Bankasýslan sem átti að tryggja að salan stæðist þau markmið sem tilgreind eru í 3. grein laga nr. 155/2012. Úrval hrútskýringa Ein eftirtektarverðasta hrútskýring Bankasýslunnar er að „engin veruleg hindrun“ hafi staðið í veginum fyrir því að „óska eftir þátttöku“ í útboðinu. Það hefur þó verið staðfest að haft var sérstaklega samband við suma þeirra fjárfesta sem þátt tóku í útboðinu. Það er regin munur á því eða því að „óska eftir“ þátttöku. Af sama meiði eru eftiráskýringar um nauðsyn þess að hafa litla fjárfesta með í þessu útboði. Fyrir liggur að hlutahafar skiptu þúsundum þegar útboðið fór fram og óþarft að hafa fleiri orð um það. Þá vekur það óneitanlega athygli að stjórnarformaður Bankasýslunnar situr í stjórn fyrirtækis sem keypti hlutabréf í útboðinu. Umboðskeðjan er hluti stjórnsýslunnar Forstjóri Bankasýslunnar er kominn út á berangur í málsvörn sinni. Hann virðist lítt meðvitaður um hlutverk sitt að framkvæma stefnu umbjóðanda síns, fjármálaráðherra. Bankasýslan er hluti af umboðskeðju stjórnsýslunnar. Hún reyndar er í mörgum tilvikum margslungin því stefna á tilteknu málefnasviði getur átt rætur í mörgum stefnuskjölum. Það er hins vegar grundvallaratriði að hver hlekkur í keðjunni sé sterkur og að fulltrúar hennar ræki skyldur sínar. Þar þarf til að koma bæði pólitísk forysta og þekking umboðsmanna í keðjunni á hlutverki sínu. Nú kveður hins vegar svo rammt við að hver bendir á annan. Ráðherrarláta fjölmiðla ekki ná í sig (eða eru [til vara] úti að aka á beinskiptum bíl og geta ekki tekið símann). Forstjóri Bankasýslunnar bendir á regluvörð sem vísast bendir á kaffivélina. Það hefur verið eitthvað rammt bragð af kaffinu „þann daginn“. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi með diplóma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar