Dyraverðir hafi brugðist hárrétt við Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 19:31 Geoffrey Þór Huntingdon-Williams er einn eigenda Priksins. Vísir/Egill Eigandi skemmtistaðarins Priksins, þar sem átök brutust út í nótt sem lauk með lífshættulegri stunguárás, segir dyraverði hafa brugðist hárrétt við. Rekstraraðilar fylgist náið með því hvort ofbeldi á skemmtistöðum færist í aukana en mánuður er nú frá annarri alvarlegri stunguárás í miðbænum. Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“ Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hlaut lífshættulega áverka í árásinni en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tengsl eru á milli hans og tveggja grunaðra árásarmanna, sem einnig eru um tvítugt. Mennirnir eru allir íslenskir. Hnífi var beitt við árásina og er hann í haldi lögreglu. Eftir því sem eigandi Priksins kemst næst hófust átök milli mannanna inni á staðnum. Átökin færðust svo út á horn Ingólfsstrætis og Bankastrætis. Sakborningarnir tveir voru svo handteknir eftir nokkra leit fjarri vettvangi. Skýrsla var tekin af mönnunum í dag og þeir eru enn í haldi. Ekki er búið að ákveða hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Dyraverðir Priksins hringdu á viðbragðsaðila í nótt, sem komu snarlega á staðinn. „Eins og þetta útleggst núna er voru viðbrögð okkar fólks á gólfi hárrétt. Og sérstaklega dyravarða og viðbragðsaðila sem stóðu að þessu máli og þetta fór á besta veg miðað við aðstæður,“ segir Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins. Inntur eftir því hvort starfsfólk hafi verið skelkað segir hann að hann hafi ekki heyrt hljóðið í öllum. „En eins og staðan er núna virðist staffið á mjög góðum stað. Það er að vakna núna víðsvegar um borgina eftir langa nótt.“ Fylgjast vel með þróuninni Aðeins um mánuður er síðan tvítugur karlmaður úti á skemmtanalífinu varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg. Geoffrey segir rekstraraðila fylgast vel með því hvort aukin harka sé að færast í næturlífið en bendir á að svo virðist sem árásin í gær hafi verið uppgjör milli manna sem þekktust. „Svo spyr maður sig líka hvort það sé einhver félagsleg virkni hérna eftir tvö mjög erfið ár, fyrir ungt fólk og fleiri. Þannig að við erum bara að fylgjast mjög náið með þessu og viljum bara aukið samtal allra viðbragðsaðila og rekstraraðila þannig að við séum í stakk búin til að vera klár í þessi atvik þegar þau koma upp,“ segir Geoffrey. „Og þó að verkferlar hafi virkað vel í gær er mikilvægt að þetta undirstriki hvað örugg skemmtun getur verið mikilvæg.“
Næturlíf Lögreglumál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Sjá meira