Tímaþjófurinn í borginni! Ómar Már Jónsson skrifar 16. apríl 2022 16:01 Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári. Nær engar úrbætur hafa verið gerðar af borgarstjórn síðustu áratugi á samgöngum í Reykjavík og er staðan óbærileg þegar kemur að flæði umferðar og umferðaröryggi. Vill fólk ekki fremur eyða þeim tafa fjármunum og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu? Væri þeim tíma og peningum ekki betur varið í góðar utanlandsferðir en að eyða að óþörfu í umferðartafir? Ég get tekið dæmi úr mínu lífi.Ég og fjölskyldan mín búum í Seljahverfi og dóttir mín stundar nám við Háskóla Reykjavíkur. Hún notar eigin bíl í skólann og ég spurði hana af hverju hún noti ekki strætó í skólann. Hún segir: Ef ég nota strætó tekur það mig 45 mín að fara aðra leiðina, samtals 1,5 klst. á dag. Ef ég nota bílinn minn, þá tekur það mig 15 mín. hvora leið, samtals 30 mín. Hún sparar semsagt um 20 klukkutíma á mánuði með því að nota sinn eigin bíl. Ég spurði hana, en ef það væri frítt í strætó, myndirðu þá ekki nota hann? Svarið var nei, tíminn minn er dýrmætari en það. Borgarlínan umtalaða er ekki að fara að stytta ferðatíma dóttur minnar. Samgöngusáttmálin sem undirritaður var 26. september 2019 gengur út á greiðari samgöngur, fjölbreyttari ferðamáta og aukið umferðaröryggi. Athyglisvert er að í sáttmálanum var talað um að hefjast strax handa við betri umferðarstýringu, þ.e. árið 2019: ,,Ráðist verður strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu í takt við markmið samkomulagsins“. Nú eru liðin tæp þrjú ár síðan ofangreint var samþykkt. Enn í dag bólar ekkert á þeim mikilvæga þætti samkomulagsins sem er ótvírætt ein besta forvörnin til að tryggja öryggi, fækka slysum, bæta umferðarflæði og minnka tafatíma í umferðinni. Stöðugt meiri og lengri tafir í samgöngum eru lífsgæðaskerðing sem er þröngvað upp á höfuðborgarbúa vegna vanefnda meirihlutans í borginni. Að þessu leyti er borgarmeirihlutinn enn og aftur að falla á prófinu um að gera samgöngur í borginni betri. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að bæta umferðarflæði, stytta tafatíma og fækka slysum á götum borgarinnar. Hættum að tafsa, setjum X við M og látum brýn verkefni í framkvæmd. Höfundur er oddviti X-M til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar