Aftur tilkynnt um rangan sigurvegara í Morfís Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 17:59 MR Vilhelm Gunnarsson Verslunarskóli Íslands var ranglega úrskurðaður sigurvegari í viðureign skólans gegn Menntaskólanum í Reykjavík í MORFÍS í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í keppninni. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, einnig þekkt sem MORFÍS, hefur verið fastur liði í félagslífi framhaldsskóla landsins um áraraðir og oftar en ekki vakið athygli almennings enda mikið líf og fjör oft í kringum keppnina. Í gær mættust Menntaskólinn í Reykjavík og Verslunarskóli Íslands í undanúrslitum keppninnar en skólarnir hafa marga hildina háð í gegnum árin bæði í MORFÍS sem og spurningakeppninni Gettu betur. Að lokinni keppni í gærkvöldi var Verslunarskólinn tilkynntur sigurvegari og hafði þar með tryggt sér sæti í úrslitaviðureign gegn Menntaskólanum á Akureyri. Á Facebook síðu keppninnar er hins vegar greint frá mistökum sem áttu sér stað áður en úrslit voru tilkynnt. Innsláttarvilla í dómaraskjali varð til þess að stigin voru reiknuð rangt og Menntaskólinn í Reykjavík því sigurvegari og fer í úrslit. Í færslunni segir að innsláttarvillan hafi falist í því að gleymst hafi að draga frá refsistig Verslunarskólans frá oddadómara og að eftir ítarlega skoðun sé MR því réttmætur sigurvegari. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í MORFÍS. Í úrslitaviðureign keppninnar í fyrra var tilkynnt að Flensborgarskólinn hefði unnið sigur en skömmu síðar var svo tilkynnt að mistök hefðu átt sér stað og Verslunarskólinn væri sigurvegari. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, einnig þekkt sem MORFÍS, hefur verið fastur liði í félagslífi framhaldsskóla landsins um áraraðir og oftar en ekki vakið athygli almennings enda mikið líf og fjör oft í kringum keppnina. Í gær mættust Menntaskólinn í Reykjavík og Verslunarskóli Íslands í undanúrslitum keppninnar en skólarnir hafa marga hildina háð í gegnum árin bæði í MORFÍS sem og spurningakeppninni Gettu betur. Að lokinni keppni í gærkvöldi var Verslunarskólinn tilkynntur sigurvegari og hafði þar með tryggt sér sæti í úrslitaviðureign gegn Menntaskólanum á Akureyri. Á Facebook síðu keppninnar er hins vegar greint frá mistökum sem áttu sér stað áður en úrslit voru tilkynnt. Innsláttarvilla í dómaraskjali varð til þess að stigin voru reiknuð rangt og Menntaskólinn í Reykjavík því sigurvegari og fer í úrslit. Í færslunni segir að innsláttarvillan hafi falist í því að gleymst hafi að draga frá refsistig Verslunarskólans frá oddadómara og að eftir ítarlega skoðun sé MR því réttmætur sigurvegari. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem samskonar mistök eiga sér stað í MORFÍS. Í úrslitaviðureign keppninnar í fyrra var tilkynnt að Flensborgarskólinn hefði unnið sigur en skömmu síðar var svo tilkynnt að mistök hefðu átt sér stað og Verslunarskólinn væri sigurvegari.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Morfís Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira