Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 21:14 Lögregla og sjúkraflutningamenn hlúa að slösuðum manni í kjölfar óeirðanna í Norrköping. Vísir/EPA Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“ Svíþjóð Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Á heimasíðu Stram Kurs kalla þeir sig þjóðernissinnaðasta flokkinn í Danmörku og skrifa ennfremur að sem danskur stjórnmálaflokkur muni þeir ávallt setja hamingju Dana framar hamingju annarra. Ástæðu óeirðanna má rekja til komu Rasmus Paludan til Svíþjóðar en hann er leiðtogi Stram Kurs. Paludan boðaði komu sína til Jönköping á skírdag og brenndi þar eintak af Kóraninum. Það vakti mikla óánægju og hóf prestur í nærliggjandi kirkju meðal annars að hringja kirkjuklukkunum í sí og æ til að láta óánægju sína í ljós. Kveikt hefur verið í fjölda bíla í óeirðunum síðustu daga.Vísir/EPA Seinna þann sama dag hafði Stram Kurs skipulagt útifund í Linköping. Sá fundur hófst hins vegar aldrei því hópur fólks hafði safnast saman á svæðinu og óeirðir brutust út. Fjölmargir lögreglubílar voru skemmdir og kveikt var í öðrum bíl á svæðinu. Þrír lögregluþjónar slösuðust en sjö voru handteknir í kjölfar óeirðanna. Í kjölfarið brutust út óeirðir í nágrannaborginni Norrköping þar sem Stram Kurs hafði einnig skipulagt útifund. Kveikt var í fimmtán bílum og steinum var kastað að lögreglunni sem og sjúkraflutningamönnum. Á föstudaginn langa, í gær og í dag hafa síðan óeirðir haldið áfram í Stokkhólmi, Örebro, Malmö, Linköping og Norrköping. Stram Kurs brenndi eintak af Kóraninum í Rinkeby, úthverfi Stokkhólms og í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem átta voru handteknir. Í Malmö var meðal annars kveikt í strætisvagni og ráðist hefur verið að lögreglu. Gagnrýna lögregluna harðlega Margar gagnrýnisraddir hafa heyrst hvað varðar framgöngu lögreglunnar, bæði áður en óeirðirnar hófust og á meðan þeim hefur staðið. Rasmus Paludan hafði fengið leyfi lögreglu til að halda útifundi í fjölmörgum sænskum borgum þar sem hann áætlaði að brenna eintök af Kóraninum. Jerzy Sarnecki, prófessor í afbrotafræði, segir að Rasmus Paludan hefði aldrei átt að fá leyfi til þess að halda þessa fundi. „Það má aldrei gerast að glæpalýður ráðist að lögreglu og slasi lögregluþjóna auk þess að brenna lögreglubíla. Þar að auki er hætta á frekari óeirðum,“ segir Sarnecki í viðtali við SVT og bætir við að þegar úrskurðað er hvort veita eigi leyfi fyrir útifundum sem þessum verði að taka inn í myndina hver geta lögreglunnar er til að bregðast við öllum aðstæðum. „Lögreglan ætti að hafa næga þekkingu um hvað gæti gerst. Það verður að taka það með í reikninginn þegar leyfi er veitt.“ Óeirðalögregla í Norrköping flýtir sér í átt að verslunarmiðstöð í Norrköping.Vísir/EPA Hann bætir við að ef lögreglan komist að þeirri niðurstöðu að upp gætu komið aðstæður sem eru hættulegar fyrir samfélagið þá geti hún neitað um leyfi fyrir samkomum. „Í þessu tilviki var margt sem bendi til þess að svo yrði. Annars vegar vegna ástandsins í landinu og í heiminum og hins vegar þar sem þetta eru tveir hópar þar sem annar þeirra vill ögra og hinn vill láta ögra sér.“ Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að þeir sem ráðist á lögregluna ráðist sömuleiðis á lýðræðið. Hann segist bera traust til lögreglunnar en vill jafnframt að rannsakað verði hvað lögreglan hefði getað gert betur. „Það er rík ástæða til að rannsaka í ró og næði þegar þessu er lokið.“
Svíþjóð Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira